Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 29
ÞAR SEM VESTRIÐ GETUR SIGRAD
27
sveitum sínum, fyrst gegn Portú-
gölum, sem uppgötvuðu land hans
fyrir 500 árum, nú gegn marxískri
stjórn sem haldið er í sessi af
sovéskum og austur-þýskum ,,ráð-
gjöfum” og kúbönskum málaliðum.
Savimbi hefur yfir að ráða 16.000
fullþjálfuðum og 5000 minna
þjálfuðum hermönnum en herafli
hans hefur engar borgir á sínu valdi.
Þrátt fyrir þetta heldur hann því fram
að þriðji hluti landsins sé yfirráða-
svæði hans en Angola er næstum
helmingi stærra en Texas og mikil-
vægt vegna olíuauðæfa og stað-
setningar sinnar. Olíuskip sigla þar
fram hjá á leið sinni milli Mið-
Austurlanda og Bandaríkjanna.
Hann segist njóta stuðnings næstum
helmings íbúa Angola sem eru sjö
milljónir. Hann segir sig geta breytt
Angola í Víetnam Kremlstjórnarinnar
með aðeins örlítilli hjálp frá Vestur-
löndum. Ekki er ólíklegt að hann hafi
rétt fyrir sér — því að öfugt við
Afganistan er Angola langt frá sam-
göngukerfí Moskvu.
Jonas Malheiro Savimbi fæddist í
Munhango, Mið-Angola, 3. ágúst
1934. Faðir hans var járnbrautar-
stöðvarstjóri sem hafði tekið kristna
trú hjá bandarískum trúboða. Þegar
Savimbi stundaði nám í Lissabon á
sínum yngri árum kynntist hann
,,Holden Roberto’s National Front
for the Liberation of Angoia”
(FNLA). Hann var síðar hundeltur af
portúgölsku leyniþjónustunni og fór
til Sviss þar sem hann lagði stund á
stjórnmálavísindi við háskólann í
Lausanne og varði doktorsnafnbót
sína.
Síðari hluta ársins 1965 sneri hann
aftur til Angola, eftir að hafa lært
skæruhernað í Kína, þá 31 árs, og
með honum komu ellefu aðstoðar-
menn hans. 1966 stofnaði hann síðan
UNITA. Smám saman óx skæruliða-
hópum hans fiskur um hrygg en þeir
urðu að berjast með stolnum portú-
gölskum rifflum og eldgömlum
kínverskum vopnum.
Snúið aftur til frumskógarins
Skæruliðar UNITA börðust við
portúgalska nýlenduherinn á árunum
1966-1974 og lentu þeir stundum í