Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 81

Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 81
FRAMTÍÐARSJÓNVARPIÐ 79 30 árum og var ætlað sem leið til að bæta móttökuskilyrði sjónvarps með sendingu sjónvarpsmynda eftir kapal- kerfi þar sem móttökuskilyrði voru slæm. Kapalkerfíð náði hins vegar ekki fótfestu á markaðinum í borgum og úthverfum því að það höfðaði ekki til fólks sem náði hvort eð er góðri mynd á skjáinn og átti ekki erfitt með að ná öllum nálægum rásum. I september 1975 ákvað Time Inc. Home Box Offlce (HBO) að notfæra sér fjarskiptahnött. Þá voru aðeins tvö kapalkerfi í Bandaríkjunum sem mögulega gátu notfært sér hnetti. Það þurfti að leggja fleiri slík kerfi og hvert þeirra kostaði hundrað þúsund Bandaríkjadali svo að ólíklegt mátti teljast að fyrirtækin gætu aflað fjár til að reisa fleiri móttökustöðvar. Þessi ráðstöfun HBO reyndist vera eitthvert snjallasta viðskiptabragð í sögu sjónvarps. Skyndilega gátu kapalstöðvar um gjörvallt landið boðið áhorfendum að sjá annað en þeir gátu yfirleitt séð í sjónvarpinu: nýjar, óstyttar myndir. Um leið lækkuðu tækniframfarir kostnaðinn við kapalkerfi. Stöðvunum fjölgaði og þeim sem fetuðu í fótspor HBO. Dagskrárnar urðu fjölbreyttari og því auðveldara að selja kapalkerfin. Nú telja menn að um 22% (16,6 milljónir) allra sjónvarpsáhorfenda í Bandaríkjunum noti kapalkerfi. Næstu ríu ár er gert ráð fyrir að prósentutalan fari upp í 36 eða 50%. Þessi sameining fjarskiptahnattar og kapalkerfís hefur getið af sér eins konar yfirstöð en með því er átt við venjulega sjónvarpsstöð sem sendir frá sér til nágrennisins en um leið til gervihnattar og nær því til kapalkerfa hvar sem er. R.E. ,,Ted” Turner III hóf þessa starfsemi í desember 1976 þegar hann hóf útsendingar frá Atlantastöð sinni, um Stacom I. Turner hefur næstum yfirnáttúrlega trú á yfirstöðvum. Hann segir: ,,Þær eru framtíðin.” Yfirstöðvarnar hafa bæði vakið áhuga og uppnám innan fjölmiðla. Fréttamenn segja að útsendingarnar muni bitna á sveitastöðvum því að engin stöð leggi áherslu á efni frá heimaslóðum ef hún geti sent út til alls landsins. Annar angi af fjarskiptahnatta- kerfinu er það að menn geta tekið beint við útsendingu heima. Það getur hver sem er keypt sér ,,disk” á þakið hjá sér til að taka við út- sendingum. Neiman-Marcus var með sérstakt jólatilboð 1979 — aðeins 36.500 dali (kr. 345.000) fyrir „diskinn”! Verðið hefur lækkað mjög frá því 1979 og er nú ekki nema frá þrjú hundruð dölum (kr. 2.800) upp í nokkur þúsund. Innan skamms munu Bandaríkjamenn sjá svona diska spretta upp eins og sveppi á þökunum í nágrenninu. Samtímis sýna fyrirtæki vaxandi áhuga á að nota sér fjarskiptahnetti í viðskiptum sínum. 1977 notfærði Lanier Business Products Inc. sér Westar fjarskiptahnöttinn til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.