Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
undan löngun sinni til að fara og gá
hvað hermennirnir hefðust að. En
hann píndi sig til að vera kyrr — og
tíu mínútum seinna fór bíllinn
aftur af stað og hljóðið dó út í fjarska.
Höfðu hermennirnir séð eitthvað
athugavert á brúnni eða við hana?
Eða voru þeir bara að bæta meiri
sandi í lækinn neðan við hana og
laga grenikvistahrúguna ofan við
hana? Það leið langur tími þar til
Alexander vogaði sér fram úr
felustaðnum.
Seint þennan dag kom Alexander
sér fyrir í laut uppi í hæðinni þar sem
hann sást ekki frá veginum. Úr því
girðingin var ekki voðalegri en þetta
ætlaði hann að reyna að komast yflr
hana. Hann fór eins að og þegar hann
var að fást við eðlisfræðigátu: sat
hljóður og kyrr og lét undirvitundina
um starfíð. Loks, þegar lausnin birtist
honum, vissi hann að heillastjarna
hafði komið honum til að kaupa
sögina því það skipti mestu máli að
þurfa ekki að vera með hávaða á borð
við axarhögg.
Hann sagaði niður tvö ung grenitré
og greinarnar af þeim. Þannig fékk
hann tvær stengur, um fjögurra
metra langar. Greni, fremur en eik —
eik brotnar of auðveldlega. Hann
ætlaði sér að hafa sverari endana á
jörðinni með um hálfs metra millibili
en batt efri endana saman og greinar-
stúf á milli til að leggjast að þver-
spýtunum ofan á staurunum í
girðingunni. Með þessum þreplausa
stiga hugðist hann komast yfír
girðinguna. Hann reisti stigann upp
að tré, setti á sig bakpokannog reyndi
að komast upp. Það var erfítt, en
hægt. Þótt komið væri myrkur hélt
hann áfram að æfa sig og átta sig á því
hvernig best væri að fara að.
Þetta var svo mikil taugaáreynsla að
hann var nær örmagna af spenningi.
Því nær sem dró því að prófa þetta á
sjálfri girðingunni því æstari varð
hann. En loks náði hann að festa
blund.
Upp og yfir
Hann var svo spenntur þegar hann
vaknaði að morgni 29. ágúst að
honum fanst hann næstum eins og
svífa í þyngdarleysi. Hann fór í klof-
háu stígvélin, át tvær súkkulaðiplötur
en hélt síðan með grenitrén og bak-
pokann niður að læknum.
Hann var óbærilega þurr í
munninum og það var eins og hjartað
væri að reyna að þrengja sér út úr
brjóstinu — en samt fannst honum
hann vera sterkur og þróttmikill. Sem
drengur hafði hann alltaf keppst við
að vera með þyngsta bakpokann.
Þegar hann var í byggingarvinnu,
sumrin sem hann var í háskóla, vann
hann sér bónusa og verðlaun með því
að afkasta meiru, vinna hraðar og
lengur en hinir. Nú var eins og líkami
hans hefði yfir meiri þrótti að ráða en
nokkru sinni fyrr.
Hann fór varlega og skyggndist
fram fyrir sig en sá ekkert óvenjulegt.
Svo hann tók upp bakpokann og
trén, sté út í lækinn og færði sig niður