Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
eins og hún var þegar hún var barn.
Ég myndi ekki þola að sjá hana. ’ ’
Þetta var fyrir tíu árum. Núna er
Jenny 18 ára. Þegar hún skrifaði til
New York síðastliðið sumar að hún
væri að koma svaraði amma hennar
að því miður stæði illa á að hún kæmi
í heimsókn núna — það væri verið að
mála íbúðina hennar.
Helen var vinkona mín og þess
vegna bauð ég Jenny að heimsækja
mig. Þegar hún kom inn úr dyrunum
táraðist ég. Það snart mig djúpt að sjá
Helen næstum því ljóslifandi fyrir
mér. Ég skildi hve sú sjón hefði orðið
sársaukafúll fyrir ömmu hennar en
með því að forðast þann sársauka
neitaði hún sér um þá ánægju sem ég
veitti mér með því að rifja upp glaðar
stundir sem ég hafði átt með Helen.
Heimsókn Jenny minnti mig á það
sem við höfðum misst en ég fann líka
til þakklætis — jafnvel sigurgleði —
yfir að svona mikið af Helen lifði í
Jenny. Amman vék sér undan og
tapaði.
Mér fínnst að hæfileikinn til að
finna gleði í hversdagslegum við-
burðum, eins og til dæmis að fylgjast
með blómi sem er að springa út, sjá
lauf trjánna verða rauð eða fugla að
baða sig, dýpki í hvert skipti sem ég
verð fyrir þungri sorg. Dauðinn gerir
lífið dýrmætara; vonbrigðin gefa því
sem heppnast vel meiri fyllingu.
Hæfileikinn að finna til getur orðið
foreldrum sérstaklega erfiður. Að
eðlisfari reynum við að vernda börnin
frá sorg. Við höldum að ef barn er
hamingjusamt hafi okkur tekist vel;
sé barn sorgmætt hafi okkur mistekist
sem foreldri. En með því að gefa
börnum þá hugmynd að hamingjan
sé góð og leiðindi hræðileg minnkum
við hæfileika þeirra til að njóta til
fulls mannlegrar reynslu.
Börn þurfa að skilja að þjáningar,
vonbrigði og mistök em ekki aðeins
óumflýjanleg heldur gagnleg. Sú
reynsla getur hjálpað þeim til að
þroska þolinmæði, þrautseigju og
baráttuvilja sem með þarf þegar
vísindatilraun mistekst eða þau fá
lágar einkunnir á prófum, þrátt fyrir
mikinn lestur, eða magalenda í sund-
lauginni þó að þau hafi verið að æfa
dýfingar heilt sumar. Það er í
rauninni ekkert svo hræðilegt við að
gera mistök og vera sár; það sem gerir
manni illt er að þora aldrei að reyna
af því að maður er hræddur við
sárindi.
Þetta er í rauninni sannleikur
mannlegra samskipta. Eitt sinn
heyrði ég föður segja við níu ára
gamlan son sinn: ,,Það gerir ekkert
til þó að Davíð vilji aldrei leika við
þig framar; hann var heldur ekki svo
skemmtilegur.” Það em vinslitin sem
em þó alltaf sár. Ef við ýtum
vináttunni til hliðar dregur úr gildi
hennar — og þeirri gleði sem slíkur
vinskapur veitir.
Sú hugmynd að hafa bein í nefinu
getur skert hæfileika barns til að
finna. Ef við segjum til dæmis:
„hættu að væla út af Davíð; hagaðu
þér eins og maður og taktu því sem