Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 94

Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 94
92 ÚRVAL læknum hinum megin og fíkra sig niður eftir þeim á sama hátt og hann hafði fikrað sig upp. Þegar hann var kominn niður í lækinn og búinn að draga trén til sín leit hann til baka. Það eina sem sýndi hvar hann hafði farið var sveigja á gaddavírnum þar sem trén höfðu legið á honum. Hann sté upp á lurkinn sem lá þvert yfir lækinn og teygði sig upp til að rétta vírinn — og hrökk við er hann fékk rafmagns- högg. Það hafði hann ekki fundið meðan hann klúkti uppi á þvertrénu. Úlpan hans og stígvélin höfðu einangrað hann. Honum tókst að rétta vírinn svo vel að ýtrustu nákvæmni þurfti til að sjá að átt hafði verið við hann. Hann endaði með að afmá fótspor sín af lurknum og lækjarbakkanum og óð síðan nokkra metra ofan eftir læknum. Þar tók hann trén eins og spjót og þeytti þeim hvoru á eftir öðru eins langt og hann gat inn í birkirunna. Það var komið rétt fram yfir hádegi. En honum þótti líkara tuttugu dögum en tuttugu mínútum síðan hann steig fyrst upp á brúna hinum megin. Kapphlaup við tímann Ekki var hann þó hólpinn ennþá. Eftir svo sem fjögur hundruð metra kom hann að annarri girðingu — gömlu girðingunni. Hann átti ekki í minnstu vandræðum með að kippa upp staur með ryðguðum og ljótum gaddavír og skríða undir. En þegar hann ætlaði að rísa upp sá hann nýja hættu: varðturn og tvo kofa. Hann lét fallast á fjóra fætur aftur og skreið að næstu trjáþyrpingu. Trén lét hann svo skýla sér þegar hann flýtti sér áfram. Eftir fímm mínútur kom hann að straumharðri á. Hann óð út í og óð í köldu vatninu þangað til áin mætti annarri. Þar óð hann talsverðan spöl upp eftir móti kröppum straumi þangað til hann fór á land og hljóp til baka að fyrri ánni og skildi viljandi eftir greinilega slóð til að slá ryki í augu þeirra sem hugsanlega kynnu að leita hans. Þar hljóp hann út í strauminn aftur og við ármótin hélt hann eftir þeirri sem lá til vesturs. Hálf klukkustund leið — og önnur. Hann hafði ekkert sívæluhljóð heyrt né heldur hundgá. Honum var orðið nokkuð léttara. Honum fannst hann ekki staddur í eins bráðum háska. Þetta var hlýr dagur og himinninn blár. Nú gat Alexander notið fegurðarinnar. Glitrandi lækir skoppuðu niður skógi vaxnar hlíðarnar. Innan þriggja stunda sá hann hreindýrahjarðir. ,,Ég er í Finnlandtl ’ ’ Þessi hugsun hringsólaði í kollinum á honum og hann fann til ósegjanlegs léttleika. Hann gekk fram að miðnætti, síðustu tvær stundirnar við vasaljós yflr torfært mýrlendi. Samt gat hann ekki fullkomlega slakað á. Ef upp kæmist að hann hefði sloppið myndi hans verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.