Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
munni mér. Þegar fyrstu geislar sólar-
innar tóku að þrengja sér milli furu-
greinanna lét ég kjörmaðk síga ofan í
hægan strauminn í læknum.
Aldrei hefur betri beitu verið lætt
jafneðlilega ofan x vatnið og með
jafnmildum glæsibrag. Ofurlítill
skjálfti barst upp eftir línunni. Ég
kippti stönginni upp og feitur átta
tommari kom þjótandi undan trjá-
drumbnum. Hann losnaði af öngl-
inum og lenti á lækjarbakkanum um
þrjá metra frá mér. Ég kastaði mér á
hann, handsamaði hann en missti
hann aftur ofan í lækinn. Ég stakk
mér á eftir honum í þeirri von að ég
gæti gripið hann meðan hann væri
enn að átta sig á atburðunum.
Því miður var vatnið dýpra en ég
hugði og luktist yfir höfði mér eins og
skapadómur. Og meðan ég synti á
hundasundi niður á grynningarnar
rann það upp fyrir mér að það kynni
að verða erfíðara að fylla fiskdiskinn
heldur en ég hafði hugsað mér.
Næstu tvo daga var heildarveiði
mín tveir smátittir og Edna frænka
var væntanleg daginn eftir. Ég var
orðinn að níu ára existensíalista; rú-
inn trú og von. Fyrst hafði fiskurinn
brugðist mér, síðan guð og nú, síðari
hluta hins hinsta dags, var meira að
segja sólin horfin á bak við fjöllin.
Frammi fyrir mér lá kyrrasti,
grynnsti og steindauðasti hluti
lækjarins. Aldrei á minni lífsfæddri
ævi hafði ég fengið þar eina einustu
bröndu, einkum af því að það hefði
verið tilgangslaust að reyna þar.
Vatnið gáraðist ögn yfir hvítri möl þar
sem ekki einu sinni hið minnsta
silungsseiði gat leynst.
Og þó — kannski var einn staður.
Dálítil grein hafði grafist ofan í
mölina þvert á strauminn og fyrir
neðan hana var dálítill skuggi á vatn-
inu — kannski ofuriítill pollur.
Ég laumaðist út í vatnið og fikraði
mig ofurhægt að greinarendanum. Þá
sá ég að mölin hafði grafist frá
honum undan straumi og myndað
duggunarlítinn hyl þar sem
straumurinn sýndist standa kyrr. Ég
lét síðasta maðkinn minn, fölan og
ræfilslegan eftir langt og erfitt ferða-
lag í vasa mínum, síga ofan í þennan
pott og reka eftir honum, yfir möl,
kvisti og hnúska, þar til hann stöðv-
aðist. ,,Festa!” hugsaði ég.
Ég dró að mér línuna í máttvana
bræði. Stöngin beygðist í keng en
öngullinn losnaði ekki. Þess í stað fór
línan af stað og barst í mjúkum boga
út yfir grynningarnar. Svo jókst hrað-
inn og gríðarstór silungur kastaði sér í
boga upp úr vatninu.
Ég er ekki til frásagnar um hve
langan tíma baráttan tók þvx frá því
ég sá flskinn hætti tíminn að vera til
og ég og silungurinn urðum einn
stríðandi andi í staðnaðri eilífð. Þegar
við urðum aftur tvær verur var annar
sigurvegari en hinn sigraður. Sxðasta
skíma dagsins var að deyja þegar
silungurinn lá milli hnjánna á mér á
hvítum sandinum á lækjarbakk-
anum.
Allt í einu var ég gagntekinn áður