Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 3

Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 3
3. hefti 41. ár Urval i Mars 1982 Undanfarið hefur verið fjörugt í þjóðlífínu og nóg að rífast um. Ráðherrar þjóðarinnar og þingmenn hafa skemmt henni drjúgum með alls konar uppákomum: Helguvík, Blönduvirkjun, flugstöð á Keflavíkurflugvelli, samruna íscargós við Arnarflug og fleira í þeim dúr. Fleira hefur verið til að hrista upp í vetrardrunganum. Deilur um leyfí til leigubílaaksturs í höfuðborginni, þar sem sumir segja að engin leyfí séu fyrir hendi og aðrir segja víst. Sömuleiðis hafa úfar risið um hverjir megi keyra rútur um Austurland og meira að segja hve gamlir þeir fólksflutningabílar séu sem þar troða vegina. Og mitt í þessu öllu hillir undir að Smyrill fari að heimsækja Seyðisfjörð eitt sumarið enn. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti þeirrar samgönguleiðar, eða réttara sagt því eftirlitsleysi sem þar ríkir um hvers konar ferðalanga rekur þar á fjörur okkar. Við sem um vegina förum á sumrin höfum séð erlenda fólksflutningabíla að sligast undan flutningi og fólki, og hávær orðrómur er um að þeir sem þannig komi hingað hafí með sér allt sem til lífsins þarf, svo að þeir geri hér ekkert nema hafa afnot af vegum og landi án þess að nokkuð komi fyrir. Skemmst er að minnast Fransmannanna sem lýstu því yfír í blaða- viðtali í fyrra að þeir hefðu haft með sér rauðvín í tunnutali — en þeir voru raunar sneyptir fyrir af því þeir voru svo vitlausir að segja frá þessu. Aðrir hafa með sér eldsneyti á farartæki sín svo endist til aksturs hringinn og vel það. Enn annar svartur blettur á þessum ferðamannainnflutningi er stuldur þeirra á steinum og öðrum náttúrufyrirbrigðum sem sagður er stundaður í stórum stíl. Þetta þarf að taka til rækilegrar athugunar, ekki síður en þau stórmál sem nefnd voru í upphafí þessara orða. Okkur á að vera sárt um landið okkar og umgengni um það og við eigum líka að nýta þá fjáröflunarleið sem felst í dvöl ferðamanna á landinu okkar. Þá eigum við ekki alveg eins mikið undir fisk- veiðum, sem reknar eru með halla, ef marka má barlóm þeirra sem þar halda um stjórnvölinn og vinnslustöðvarnar. Ritstjóri. Kápumyndin: Reykjavíkursvæðið hefur ekki haft mikið af snjó að segja í vetur. En þegar hann kemur gerir hann landið hreint og bjart. Myndin er tekin við Elliðavatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.