Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 96
94
þegar hann tók sér hvíld til að matast,
hélt hann jöfnum gönguhraða í
fjórtán klukkustundir samfleytt, með
þungan pokann á bakinu, og átti oft í
erfiðleikum þegar hann þurfti aðvaða
straumharðar ár sem voru margar á
leið hans. Einn erfiður dagur leið á
fætur öðmm. Alexander hafði ofan af
fyrir sér og leiddi hugann frá uggvæn-
legum kringumstæðum með því að
rifja upp fyrir sér rökræður og deilur
við landa sína, reyna að sjá fyrir sér
fyrrverandi vinkonur sínar og með því
að leika uppáhaldsplöturnar sínar
með Stravinsky og Sjostakóvits í
huganum.
Fjórða daginn í Finnlandi var hann
gegndrepa í ausandi regninu. Um
hádegisleytið kom hann að hraðbraut
sem lá norður og suður. Ekki áræddi
hann yfír fyrr en hann hafði litast
vandlega um til beggja átta og beðið
drjúga stund eftir réttu tækifæri. Um
níuleytið um kvöldið varð fyrir
honum þverhnípt gljúfur, kletta-
veggur líklega um 200 metrar lóðrétt
niður. Þótt Alexander væri orðinn
dauðþreyttur hvarflaði ekki að
honum að láta deigan síga.
Þegar hann loks hafði klöngrast
niður varð hann að fara yfír á og klifra
síðan upp úr gljúfrinu hinum megin.
Hann var móður og másandi'og bull-
sveittur þrátt fyrir kuldann og nú
fann hann að þrótturinn fór
þverrandi með hverri tilrauninni eftir
aðra til að ná fótfestu. Þegar hann
kom upp át hann dálítinn tólgarmola
ÚRVAL
og brauðskorpu og sofnaði svo þar
sem hann var kominn.
Þegar meiri háttar á varð á vegi
hans næsta dag lá honum allra
snöggvast við að láta hugfallast.
Hann var of þreyttur til að höggva
góða grein til að hafa fyrir staf — sem
er nauðsynlegt til að haida jafnvægi í
straumþungri á. Þess í stað hirti hann
fyrsta líklega raftinn sem hann fann á
árbakkanum og prófaði ekki einu
sinni hve traustur hann væri.
Um leið og hann steig út í náði
vatnið honum í lendar, svo djúpt er
ógerlegt að vaða í miklum straumi.
Eina leiðin var að stökkva milli steina
og kletta með hjálp stafsins. Rétt
þegar hann var að komast út í miðja á
brast stafurinn. Það varð til þess að
hann náði ekki steininum, sem hann
ætlaði að stökkva á, heldur féll í ána
og æðandi straumurinn sópaði
honum ofan eftir. Ekki myndi líða á
löngu þar til bakpokinn fylltist og
drægi hann með sér niður á árbotn.
En ef hann tæki hann af sér þýddi
það að hann glataði því sem eftir var
af nestinu og öllum sínum búnaði.
Það þýddi að þá væri úti um hann.
Hann svipti af sér annarri axlar-
ólinni en notaði lausu höndina til að
berjast við vatnið. Hann fálmaði eftir
einhvers konar festu til að stöðva
þessa banvænu þeysiferð ofan ána.
Loks náði hann í eitthvað — hann
vissi ekki hvað. En hann öskraði af
fögnuði um leið og hann rykkti sér
eins og villidýr upp á vestari
bakkann.