Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 88

Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 88
86 ÚRVAL Hvað Alexander snerti var það ekki bara andstyggð á grimmd kerfisins og vanmætti sem dýpst sveið undan, endalaus vöruskorturinn, hrikaleg sóunin og getuleysið, heldur gat hann ekki fellt sig við að búa við það að frumkvæði einstaklingsins væri ævinlega kæft í fæðingunni. Vinir hans létu þetta yfir sig ganga en hvað Alexander snerti keyrði fyrst um þverbak þegar hann hóf nám við Moskvuháskóla. Allir í eðlisfræði- deildinni vom í æskulýðssamtökum Kommúnistaflokksins eða í flokknum. En andstyggð Alexanders á sovétstjórninni jókst svo að á fjórða ári í skólanum sagði hann sig úr ungkommúnistasamtökunum — en það var fáheyrt. Ofsóknirnar, sem fylgdu, urðu loks til þess að hann varð að yfirgefa skólann. Nú, þegar hann var ,,á pólitískri skrá”, vom engar líkur til þess að hann gæti fengið starf við sitt hæfi. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hans einasta von væri að komast eitthvað þangað sem hann gæti lifað sem heiðarlegur maður. Á einni fjall- gönguferða sinna grannskoðaði hann Krímskaga — var möguleiki að synda þaðan röska þrjú hundmð kílómetra til Tyrklands? Hann hjólaði með ströndum Eystrasaltslanda og íhugaði möguleikana á að gera sér einhvers konar fleytu til að komast á til sænsku eyjarinnar Gotlands. Hann hugleiddi meira að segja að synda í kafi út í eitthvert vestrænt skip í sovéskri höfn og komast burtu sem laumufarþegi. En mannaflinn og tækin (verðir, hundar, vönduð radar- tæki) sem allt saman beindist að gæslu landamæra og strandlínu gerðu þessar hugmyndir lítt aðgengilegar. I tvö ár hélt Alexander áfram námi sínu utan skóla og vann fyrir sér með' ígripavinnu hér og þar. Svo greip hann gæsina þegar uppsteytur varð meðal yfirmanna í eðlisfræði- deildinni og skráði sig aftur í skólann. Hann lauk námi með hárri einkunn í janúar 1979- En eftir sem áður gat hann ekki fengið starf I samræmi við menntun sína vegna „pólítíska listans”. Þegar kom fram á sumar hafði flóttahugmyndin tekið á sig ákveðna mynd í huga hans. Á öræfum Um tíuleytið um kvöldið lá roðagullin sólin lágt yfir vatninu. Alexander reri ótrauður vestur á bóginn. Kvöldsvalinn minnti hann á hvað hann ætti í vændum þegar vetur gengi í garð á þessum norðuröræfúm. Hann reri þangað til hann var orðinn þreyttur en lagði þá að mýr- lendum bakka um miðnættið til að hvílast. Næsta dag reri hann í fjórtán ríma þrátt fyrir harðsperrurnar eftir róðurinn kvöldið áður. Hann heyrði ekkert annað en eðlileg hljóð náttúrunnar og endrum og eins fjarlægt hljóð í utanborðsmótorum — fiskimanna einhvers staðar nógu langtí burtu, vonaði hann. Hann var í Lapplandi, landsvæðinu sem nær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.