Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 127
Hátt uppi i Dofrafjöllum bjó eitt sinn geðvondur, gamall karl sem
alla tíð hafði búið til sitt eigið brennivín. Dag einn heimsótti hann
ungur maður sem var að viða að sér efni í bók um fjallabúana. Er á
samtalið leið fékk hann kjark til að biðja karlinn um hans einka-
brennivínsuppskrift. Honum til undrunar tók karlinn vel í það og hóf
þegar að lýsa aðferðinni fyrir honum út í æsar. Að lokum sagði hann:
,,Svo lætur maður þetta standa og gerjast tvo, þrjá eða kannski allt
upp í fimm daga. Það fer eftir aðstæðum.’’
„Hvernig þá?” spurði ungi maðurinn.
, ,Það fer eftir því hve langt er til næsta laugardagskvölds. ’ ’
— S.C.
,, Dreymir yður á nóttunni ? ’ ’ spurði sálfræðingurinn.
,,Já, stanslaust,” svaraði sjúklingurinn.
, ,Hvað dreymir yður? ’ ’
, ,Knattspyrnukeppni. ’ ’
„Á hverri nóttu?”
, Já — og mig dreymir alltaf að það sé ég sem sé í markinu. ’ ’
,,Dreymir yður aldrei um neitt annað en knattspyrnu?’ ’
„Nei”
, ,Dreymir yður aldrei um stúlkur? ’ ’
Sjúklingurinn brosti þolinmóður: ,,Vitið þér nokkuð, læknir. Ef
mig dreymdi um stúlkur myndi það hafa svo truflandi áhrif á mig að
ég missti af boltanum í netið. ’ ’
Djöfúl linn hringdi í Sankti Pétur og stakk upp á knattspyrnukeppni
milli himnaríkis og helvítis. ,,Það er allt í lagi, mín vegna,” svaraði
Sankti Pétur. ,,En til að vera heiðarlegur vil ég benda þér á að allir
bestu knattspyrnumennirnir sem til hafa verið eru hérna uppi hjá
okkur.”
„Hrósaðu ekki sigrinum of snemma,” svaraði djöfullinn. „Hérna
niðri hjá mér eru allir knattspyrnudómararnir. ’ ’
í Rómaborg hefur verið gripið til þess ráðs að reisa verndarbúr utan
um mörg minnismerki fortíðarinnar. Þetta á meðal annars við um
súlu Markusar Árilíusar á Piazza Colonna, Trajan-súluna við Piazza
Venezia, boga Títusar, Septimusar og Sverusar ásamt því sem eftir
stendur af voldugum granítsteinssúlum af hofi Rómúlusar og
Saturnusarhofinu. Hve lengi þessi frægu verk þurfa að vera í þessum
stuðnings,,búrum” er ekki gott að segja en það getur tekið nokkur
ár. Það verður ekki ráðið fyrr en fundið hefur verið út hvernig hægt er
að verja þau varanlega gegn loftmengun og regni ásamt titringi frá
umferðinni og jarðskjálftum.