Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
fyrir ofan hann og allt í kringum
daiinn var veggur.
Þegar hann komst loks út úr dals-
mynninu og út í sólina komu húsin
honum undarlega fyrir sjónir. Ólíkt
ruglingslegum byggingum í þorpum
Andesfjalla voru þessi hús í sam-
felldri röð, sömu megin við aðalgötu
sem var sérstaklega hreinleg. Á stöku
stað vom dyr á byggingunum en
enginn gluggi rauf jafna heildar-
myndina.
Ekki langt frá voru þrír menn
bera fötur og notuðu vatnsgrindur ti
að létta sér burðinn. Nunes hrópaði
hátt. Mennirnir stönsuðu og sneru
höfðum í allar áttir. Það leit ekki ú'
fyrir að þeir sæju hann. Nunes
hrópaði aftur. „Þessi bjánar hljóta að
vera blindir,” sagði hann svo.
Þegar hann komst loks til þeirra
stóðu þeir saman hlið við hlið og
sneru eyrum að honum. Hann sá að
augnalokin voru aftur og innfallin,
eins og augun undir hefðu skroppið
saman.
„Maður,” sagði einn þeirra á lítt
þekkjanlegri spönsku. „Maður eða
andi — kominn ofan úr klettinum. ’ ’
Nunes hélt áfram öruggum
skrefum. Upp í huga hans komu allar
gömlu sögurnar um týnda dalinn
hinna blindu og gamla máltækið: /
landi blindingjanna er eineygði
maðurinn kóngur. Hann heilsaði
þeim.
„Hvaðan kemur hann, bróðir
Pedro?” spurði einn.
„Ég kom yfír fjöllin,” svaraði
Nunes. „Frá stað nálægt Bogotá, þar
sem eru hundruð þúsunda manna,
þaðan sem ekki sést til borgarinnar. ’’
„Sést?” muldraði Pedro.
Hann undraðist samtaka
hreyfíngar þeirra er þeir nálguðust
hann. Hann hörfaði aftur á bak, frá
fálmandi fíngrum þeirra, en þeir
náðu honum. Svo þukluðu mennirnir
hann. Þeir rannsökuðu augun, með
kviku augnlokunum, mjög furðulegir
hlutir.
„Skrýtin skepna, Correa,” sagði
Pedro. „Leiðum hann fyrir
öldungana.”
„Éggetséð,” sagðiNunes.
„Séo?” sagði Correra.
, 5 séð,” sagði Nunes en rakst
Ui ið í fötu Pedros sem flæktist
fyn onum.
„Skynjun hans er ennþá ófull-
komin,” sagði þriðji maðurinn.
„Hann rekur sig á og talar
meiningarlaus orð. Leiðum hann.”
„Eins og þú vilt,” sagði Nunes og
hann hló á meðan þeir leiddu hann.
í ÞORPINU VAR honum ýtt í
gegnum dyr en í herberginu fyrir
innan var svartamyrkur. Raddir
nokkurra eldri manna hófu að spyrja
hann og Nunes reyndi að útskýra fyrir
þeim heiminn sem hann hafði dottið
ofan úr. Það var sama hvað hann
sagði, þeir hvorki trúðu honum né
skildu neitt. í fjórtán mannsaldra
hafði þetta fólk ekki séð
umheiminn: saga hins ytri heims og
nöfn á ýmsum sjáanlegum hlutum
voru orðin þeim framandi.