Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 115
LAND BLINDINGJANNA
113
Þegar Nunes skildist þetta fór hann
að hlusta. Elsti blindi maðurinn
útskýrði fyrir honum hvernig
heimurinn (og þá átti hann við
dalinn) hafði í fyrstu verið tóm dæld í
klettunum. Svo höfðu komið líflausir
hlutir án þeirrar gáfu að geta snert:
svo lamadýr og nokkur önnur villt
dýr, síðan menn og að lokum englar
sem maður gat heyrt syngja og gera
þyt með vængjunum, en enginn gat
snert þá. Nunes var furðu lostinn yfir
þessu, þar til hann mundi eftir
fuglunum.
Öldungarnir héldu áfram að segja
Nunes hvernig tímanum hafði verið
skipt í hlýju og kulda og hve það var
gott að sofa í hlýjunni og vinna í
kuldanum.
Þeir færðu honum lamadýrsmjólk í
skál og gróft, saltað brauð og létu
honum svo eftir að blunda þar til
kuldi kvöldsins rak þá til að hefja sinn
dag á ný. En Nunes blundaði alls
ekki.
,Je hú þarna Bogotá!” kallaði
rödd til hans úr þorpinu. „Komdu
hingað.”
Við þetta stóð hann upp og fór út
fyrir. Hann ætlaði að sýna þessu fólki
í eitt skipti fyrir öll hvað sjónin gerir
fyrir mann. Hann steig laumulega tvö
skref út af gangstígnum.
,,Ekki troða á grasinu, Bogotá,”
sagði röddin. ,,Það er bannað.”
Nunes stansaði hissa. Sá sem
röddina átti kom hlaupandi upp
stíginn í áttina til hans. „Verður að
leiða þig eins og barn? Heyrirðu ekki
í stígnum þegar þúgengur?”
Nunes hló. „Ég sé það,” sagði
hann.
„Það er ekkert til sem heitir að
sjá,” sagði blindi maðurinn eftir
nokkra þögn. „Hættu þessari vitleysu
og fylgdu hljóði fóta minna.
Nunes fylgdi honum, dálítið
móðgaður. „Minn tími kemur, sagði
hann. „Hefur enginn sagt ykkur að í
landi blindingjanna er eineygði
maðurinn kóngur?”
„Hvað er blindingi?” spurði
blindi maðurinn kæruleysislega.
FJÖRIR DAGAR LIÐU og á
fimmta degi fannst konungi
blindingjanna hann vera óupp-
götvaður maður, hann var klunna-
legur, gagnslaus og framandi meðal
þegna sinna. Fólkið lifði einföldu,
vinnusömu lífí. Það hafði föt og fæði:
það lék tónlist og söng, með því ríkti
kærleikur og þar voru lítil börn.
Allt í skipulögðum heimi
blindingjanna hafði verið gert til að
mæta þörfum þeirra. Skynjun þeirra
var furðulega nákvæm, þeir gátu
heyrt hjartslátt í margra skrefa
fjarlægð. Þeir gátu þekkt sundur
einstaklinga á lyktinni eins auðveld-
lega og hundar.
MORGUN EINN, ÞEGAR Nunes
sat hjá tveim mannanna, reyndi hann
að sanna fyrir þeim hversu hagnýt
sjónin væri. Hann sá Pedro koma í átt
til þeirra en hann var of langt í burtu
til að til hans heyrðist eða lykt hans
fyndist. „Eftir litla stund,” sagði