Úrval - 01.03.1982, Side 115

Úrval - 01.03.1982, Side 115
LAND BLINDINGJANNA 113 Þegar Nunes skildist þetta fór hann að hlusta. Elsti blindi maðurinn útskýrði fyrir honum hvernig heimurinn (og þá átti hann við dalinn) hafði í fyrstu verið tóm dæld í klettunum. Svo höfðu komið líflausir hlutir án þeirrar gáfu að geta snert: svo lamadýr og nokkur önnur villt dýr, síðan menn og að lokum englar sem maður gat heyrt syngja og gera þyt með vængjunum, en enginn gat snert þá. Nunes var furðu lostinn yfir þessu, þar til hann mundi eftir fuglunum. Öldungarnir héldu áfram að segja Nunes hvernig tímanum hafði verið skipt í hlýju og kulda og hve það var gott að sofa í hlýjunni og vinna í kuldanum. Þeir færðu honum lamadýrsmjólk í skál og gróft, saltað brauð og létu honum svo eftir að blunda þar til kuldi kvöldsins rak þá til að hefja sinn dag á ný. En Nunes blundaði alls ekki. ,Je hú þarna Bogotá!” kallaði rödd til hans úr þorpinu. „Komdu hingað.” Við þetta stóð hann upp og fór út fyrir. Hann ætlaði að sýna þessu fólki í eitt skipti fyrir öll hvað sjónin gerir fyrir mann. Hann steig laumulega tvö skref út af gangstígnum. ,,Ekki troða á grasinu, Bogotá,” sagði röddin. ,,Það er bannað.” Nunes stansaði hissa. Sá sem röddina átti kom hlaupandi upp stíginn í áttina til hans. „Verður að leiða þig eins og barn? Heyrirðu ekki í stígnum þegar þúgengur?” Nunes hló. „Ég sé það,” sagði hann. „Það er ekkert til sem heitir að sjá,” sagði blindi maðurinn eftir nokkra þögn. „Hættu þessari vitleysu og fylgdu hljóði fóta minna. Nunes fylgdi honum, dálítið móðgaður. „Minn tími kemur, sagði hann. „Hefur enginn sagt ykkur að í landi blindingjanna er eineygði maðurinn kóngur?” „Hvað er blindingi?” spurði blindi maðurinn kæruleysislega. FJÖRIR DAGAR LIÐU og á fimmta degi fannst konungi blindingjanna hann vera óupp- götvaður maður, hann var klunna- legur, gagnslaus og framandi meðal þegna sinna. Fólkið lifði einföldu, vinnusömu lífí. Það hafði föt og fæði: það lék tónlist og söng, með því ríkti kærleikur og þar voru lítil börn. Allt í skipulögðum heimi blindingjanna hafði verið gert til að mæta þörfum þeirra. Skynjun þeirra var furðulega nákvæm, þeir gátu heyrt hjartslátt í margra skrefa fjarlægð. Þeir gátu þekkt sundur einstaklinga á lyktinni eins auðveld- lega og hundar. MORGUN EINN, ÞEGAR Nunes sat hjá tveim mannanna, reyndi hann að sanna fyrir þeim hversu hagnýt sjónin væri. Hann sá Pedro koma í átt til þeirra en hann var of langt í burtu til að til hans heyrðist eða lykt hans fyndist. „Eftir litla stund,” sagði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.