Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 68
66 ÚRVAL
viðbrögð — og öfugt — er hálfur góðrar heilsu er ást, hlátur og trú á
sigur unninn.” Hinn helmingurinn sjálfansig.
felst í því að menn læri að undirstaða
Kunningi minn var á ferðalagi í Japan og hringdi heim til sín á
sunnudagsmorgni, samkvæmt tíma í New York, til að láta fjöl-
skylduna vita að ferðin hefði gengið vel. Þegar hann hafði talað við
konuna sína bað hann um að fá að tala við ellefu ára gamlan son
sinn.
, Johnny,” sagði hann, ,,þó að það sé bara sunnudagsmorgunn í
New York er ég að tala við þig á morgun. Það er kominn mánudagur
héríTokyo. Hvað fínnst þér um það?”
,,Pabbi,” sagði drengurinn ákafur. „Hverjir unnu knattspyrnuna
ídag?” — B.B
Úr forystugrein dansks sveitablaðs: „Sannleikurinn er sá að flestir
geta ekki lesið það sem skrifað er á vegginn vegna þess að þeir snúa
bakinuí hann.”
Leiklistargagnrýnandi endaði skrif sín á þessa leið: ,,Þegar leiknum
var lokið sat maður eftir með bragð af volgum hafragraut í
munninum.”
í bók sinni, Personal View, segir Snowdon lávarður frá atviki sem
gerðist 1957 þegar hann var beðinn um að taka mynd af konungs-
fjölskyldunni. ,,Það vom bara tuttugu mínútur sem ég gat fen^ið til
að taka myndina og því fékk ég leyfi til að svipast um eftir hepptlegri
hugmynd sem þau gætu samþykkt. Ég ráðgerði að taka mynd af
þeim þar sem fyrirmyndin var rómantískt átjándu aldar málverk.
Drottningin og Philip prins áttu að halla sér fram á brúarhandriðið á
brúnni í garði Buckinghamhallar og fylgjast með börnunum (Charles
prinsi og Önnu prinsessu) veiða silung.
Ég tók veiðistöng á leigu og keypti tvo silunga hjá físksala. Um
morguninn, daginn sem átti að taka myndina, kom frú Peabody,
ráðskonan mín í Pimlici, inn með morgunmatinn og sagði: ,,Ég hélt
að þér veitti ekki af staðgóðum morgunverði í dag.” Þegar ég tók
lokið af fatinu sá ég að hún hafði grillað silungana óaðfinnanlega.
Það er þess vegna sem börnin em að lesa í bók á myndinni.