Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 97

Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 97
GÖNGUFERD FRÁ RÚSSLANDI 95 Hann fór úr fötunum og vatt þau — hríðskjálfandi því vatnið í ánni var ískalt. Hann hafði líka fengið tauga- áfall. En hann hélt samt áfram eftir nokkurra mínútna hvíld. Honum var of kalt til að sofa og þar að auki hafði hann ekki efni á að veita sér þann lúxus að taka sér hvíld fyrr en klukkan tíu eða ellefu um kvöldið. Það var kaldrifjaður reikningur, ekki hetjulund, sem knúði Alexander til að halda þessum örvæntingarfulla ferðahraða. Osturinn var búinn, brauðið líka. Nú var árbítur hans og kvöldverður þau ber sem hann gat fundið ásamt munnfylli eða svo af tólg meðan hún entist. Hann gat hitað sér te ef hann kveikti eld en þann lúxus veitti hann sér ekki fyrr en hann lét staðar numið til nætur- hvíldar. Eftir því sem dagarnir urðu greinilega styttri urðu græn laufin líka gullbún fyrir augum hans, óræk sönnun þess að hann háði kapphlaup við tímann. Hann var eins og farfugl, haldinn óviðráðanlegri þörf til að haldaáfram. Alexander vissi það ekki, en leitin sem hafin var að honum eftir vitnis- burð austurríska ferðamannsins var í fullum gangi. Hann hafði sést oftar svo finnska lögreglan vissi nokkurn veginn á hvaða leið hann var. Samt voru leitarmenn ævinlega þremur dögum á eftir honum því enginn trúði því að nokkur maður gæti gengið fjórtán tíma á sólarhring með þessum hraða í þessu landslagi. ' Framandi jörð í augum Alexanders var náttúran nú orðin djöfullegur óvinur. Hann var kominn í endalaust fenjaland sem hann þurfti að komast yfír. Þetta svæði spannar yfír um sjötíu kílómetra af miðju Finnlandi. Forartjarnir teygðu úr sér, hver við aðra, svo langt sem augað eygði og yfir þær teygðust mosavaxnar rætur eins og svampkennt net. Þegar Alexander gekk eftir þessari svikulu skorpu spýttist vatnið upp í allar áttir undan fótum hans og svo langt sem þrýstingurinn af þeim náði. Ef Alexander færi niður úr var eins líklegt að hann hyrfí fyrir fullt og allt. En þetta var leiðin vestur. Hans eina von var að fara varlega og biðja fyrir sér. Ár og lækir leiddu vatn ofan í þennan vítisbotn eins og háræðar leiða blóð í líkama. Meðfram tjarnar- pollunum voru sverari rætur sem gerðu ferðalagið auðveldara og hættuminna. Dýrasióðir vom öruggastar en að mestu leyti varð Alexander að velja sína eigin leið og fara yfír stóra, dúandi fláka eins og kviksand. Ef hann hikaði ögn í spori fóru ræturnar að láta ískyggilega undan. Fúlt fenjagas kom upp í bólum og myndaði hringa á staðnað vatnið. Alexander dauðlangaði að hlaupa en þegar vatnið var í hné var það óhugsandi. Þess í stað kom hann sér upp einkennilegu göngulagi, eins og til að vera í saruæmi við óraunveru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.