Úrval - 01.03.1982, Síða 97
GÖNGUFERD FRÁ RÚSSLANDI
95
Hann fór úr fötunum og vatt þau
— hríðskjálfandi því vatnið í ánni var
ískalt. Hann hafði líka fengið tauga-
áfall. En hann hélt samt áfram eftir
nokkurra mínútna hvíld. Honum var
of kalt til að sofa og þar að auki hafði
hann ekki efni á að veita sér þann
lúxus að taka sér hvíld fyrr en klukkan
tíu eða ellefu um kvöldið.
Það var kaldrifjaður reikningur,
ekki hetjulund, sem knúði Alexander
til að halda þessum örvæntingarfulla
ferðahraða. Osturinn var búinn,
brauðið líka. Nú var árbítur hans og
kvöldverður þau ber sem hann gat
fundið ásamt munnfylli eða svo af
tólg meðan hún entist. Hann gat
hitað sér te ef hann kveikti eld en
þann lúxus veitti hann sér ekki fyrr en
hann lét staðar numið til nætur-
hvíldar.
Eftir því sem dagarnir urðu
greinilega styttri urðu græn laufin
líka gullbún fyrir augum hans, óræk
sönnun þess að hann háði kapphlaup
við tímann. Hann var eins og farfugl,
haldinn óviðráðanlegri þörf til að
haldaáfram.
Alexander vissi það ekki, en leitin
sem hafin var að honum eftir vitnis-
burð austurríska ferðamannsins var í
fullum gangi. Hann hafði sést oftar
svo finnska lögreglan vissi nokkurn
veginn á hvaða leið hann var. Samt
voru leitarmenn ævinlega þremur
dögum á eftir honum því enginn
trúði því að nokkur maður gæti
gengið fjórtán tíma á sólarhring með
þessum hraða í þessu landslagi. '
Framandi jörð
í augum Alexanders var náttúran
nú orðin djöfullegur óvinur. Hann
var kominn í endalaust fenjaland sem
hann þurfti að komast yfír. Þetta
svæði spannar yfír um sjötíu kílómetra
af miðju Finnlandi. Forartjarnir
teygðu úr sér, hver við aðra, svo
langt sem augað eygði og yfir þær
teygðust mosavaxnar rætur eins og
svampkennt net. Þegar Alexander
gekk eftir þessari svikulu skorpu
spýttist vatnið upp í allar áttir undan
fótum hans og svo langt sem
þrýstingurinn af þeim náði. Ef
Alexander færi niður úr var eins
líklegt að hann hyrfí fyrir fullt og allt.
En þetta var leiðin vestur. Hans eina
von var að fara varlega og biðja fyrir
sér.
Ár og lækir leiddu vatn ofan í
þennan vítisbotn eins og háræðar
leiða blóð í líkama. Meðfram tjarnar-
pollunum voru sverari rætur sem
gerðu ferðalagið auðveldara og
hættuminna. Dýrasióðir vom
öruggastar en að mestu leyti varð
Alexander að velja sína eigin leið og
fara yfír stóra, dúandi fláka eins og
kviksand.
Ef hann hikaði ögn í spori fóru
ræturnar að láta ískyggilega undan.
Fúlt fenjagas kom upp í bólum og
myndaði hringa á staðnað vatnið.
Alexander dauðlangaði að hlaupa en
þegar vatnið var í hné var það
óhugsandi. Þess í stað kom hann sér
upp einkennilegu göngulagi, eins og
til að vera í saruæmi við óraunveru-