Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 65
TILFINNINGALÍF OG HEILSA
63
eitt íjölmargra slíkra sem sýna fram á
tengsl milli hugarástands og
sjúkdóma. Margir hafa haft hugboð
um þessi tengsl en vestræn lækna-
vísindi hafa um árabil leitast við að
skýra orsakir líkamlegra sjúkdóma út
frá lífefnafræðilegum þáttum. En það
tilheyrir liðinni tíð. Sífellt fleiri
læknar á öllum sérsviðum ræða nú
um „nýjan skilning” sem gæti leitt
af sér grundvallarbreytingar á afstöðu
manna til heilbrigði og hvernig
lækningu skuli háttað.
Sem dæmi má taka Carol M, 34 ára
gamlan ritara, sem þjáðist af
myasthenia gravis, bráðri vöðva-
rýrnum. Þegar Carol leitaði til dr.
John Petrich við læknadeild
Washingtonháskólans komst hann að
því að hún var ofsótt af fyrrverandi
eiginmanni sínum. Carol var mjög
miður sín og að því komin að flytja úr
borginni. Petrich sagði henni að til-
finningaleg togstreita hefði mjög
slæm áhrif á sjúkdóminn og hvatti
hana til þess að fara hvergi og leiða
ofsóknirnar hjá sér. Fljótlega gafst
fyrri eiginmaðurinn upp og hvarf
burtu úr lífí Carol. Þegar
áhyggjunum létti batnaði heilsan.
þessu tilfelli, eins og svo mörgum
öðrum, urðum við aðeins að gefa
sjúklingnum ráðrúm til að átta sig,”
segir Petrich.
En hvernig gat hugarástand Carol
ýtt undir líkamlegan hrörnunar-
sjúkdóm? Og á hvaða hátt leiddi sorg
Mary Corcoran af sér asmakast?
Þeir sem lagt hafa stund á læknis-
fræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram
á að andlegt uppnám kemur af stað
keðjuverkun heilans og innkirtla-
kerfisins. Viðbrögð tauga og innkirtla
hafa áhrif á öll lífsnauðsynleg ferli í
líkamanum og eru eðlileg og nauð-
synleg. Of mikil áreitni getur haft
slæm áhrif á líkamann og leitt af sér
sjúkdóma.
Dr. James P. Henry, prófessor í líf-
eðlisfræði við Suður-Kaliforníu-
háskóla, segir að samkvæmt einni
kenningu megi greina tvenns konar
ferli eftir þvx hvers konar tilfinningar
er um að ræða. Sorg og örvænting,
tilfinning missis og saknaðar, eiga
upptök í þeim hluta heilans sem
orkar á kirtlakerfi heiladinguls og
nýrnahettna. Hormón eins og
cortisol, sem er nauðsynlegt til að
tempra bruna næringarefnanna, er
skilið út í miklu magni frá ytri hluta
nýrnahettnanna (cortex). Ef þetta
gerist of oft eða í of langan tíma,
raskast ónæmisviðbrögð líkamans.
Varnir gegn sýkingu og ígerð
minnka. Ofnæmissjúkdómar, til að
mynda liðagikt og vöðvarýrnun þar
sem líkaminn ræðst gegn sjálfum sér,
eru líklegri til að herja á.
Æstari tilfinningar, reiði og
óþolinmæði, ótti við að fjölskyldu
manns, afkomu og stöðu sé ógnað,
hafa áhrif á annan hluta heilans,
þann sem örvar innri hluta nýrna-
hettnanna. Innri hluti nýrna-
hettnanna gefur frá sér efni sem
kölluð eru katekólamín (adrenalín er
eitt þeirra). Þau auka hjartsláttinn,