Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 24

Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL ekki einu sinni þótt einhver væri látinn síga niður eftir fallhlífa- opnaranum. Ef þeir reyndu að lenda myndu þeir drepa hann. Hversu mikið eldsneyti var eftir? ,,Með þessari eyðslu eigum við eftir tæplega tveggja stunda flug. Á jörðu niðri heyrði Pierre Jomini, einn úr fallhlífaklúbbnum, undarlegt hljóð yfir höfði sér — heyra mátti hvininn í fallhlífinni sem hafði fest. Þegar hann leit upp sá hann hvar fallhlífin og stökkvarinn héngu aftan í Pilatusvélinni. Jomini var furðu lostinn yfír þessari sjón og hljóp í flugturninn á vellinum tii að vita hvað hann gæti gert til hjálpar. Hann kallaði upp vélina. Portier skýrði frá því að Roux virtist vera ómeiddur og rólegur en útlitið væri síður en svo gott. Stökkstjóranum og flugmanninum datt í hug að þrátt fyrir að ekki væri hægt að nálgast fallhlífarstökkvarann úr vélinni sjálfri gæti vel verið hægt að láta mann síga niður úr þyrlu og losa flæktar línurnar og láta manninn síðan falla til jarðar eftir að hann hefði opnað öryggisfallhlífina. Portier sagði Jomini að hringja og biðja um þyrlu með vindu. Hringt Í47 47 47 Jomini kom aftur í talstöðina. Búið var að hafa samband við svissnesku flugbjörgunarsveitina sem hafði aðsetur í Zúrich. Portier tók að leggja á ráðin. Gemm okkur í hugarlund að einhver gæti náð til Roux: Þá gæti stökkvarinn hafa misst meðvitund og ekki væri um annað að ræða en lyfta honum upp í þyrluna. Sá sem það gerði yrði að hanga í línu frá þyrlunni. Spurningin var: Hver ætti sá maður að vera? ,,Það er best að ég reyni þetta sjálfur,” sagði Jomini. Hann fór og náði í fallhlífina sína og hjálminn, batt flugbeittan hníf við beislið, sem var utan um hann, og fór svo aftur í stjórnherbergið og beið. Kallið til flugbjörgunarsveitarinnar í Zúrich — númerið er 47 47 47 — kom klukkan 14.29. Haft var samband við Adolf Rúfenacht sem var þekktur fyrir snilldarlega vel unnin björgunarstörf. Hann var talinn besti vindustjóri í þjónustu flugbjörgunarsveitarinnar. Áður en tíu mínútur vom liðnar var hann kominn af stað í þyrlunni á leið til Yverdon. Einnig var haft samband við þraut- reyndan þyrluflugmann, Andreas Haefele, sem var á björgunarvakt á flugvelli við Bern. Þá var klukkan 14.40. Rauða Alouette III þyrlá^i hans var komin í loftið kl. 14.54. Pilatus-vélin hafði verið á flugi í tæpa klukkustund. Hún hafði hring- sólað í 3300 feta hæð yflr flug- vellinum og flughraðinn var um 95 kílómetrar á klukkustund. Hægar gat hún tæpast flogið svo ömggt væri. Á jörðu niðri hafði safnast saman nokkur hópur fólks, bæði forvitnir áhorfendur og björgunarlið, sjúkra- bílar, slökkvilið og lögregla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.