Úrval - 01.03.1982, Page 6

Úrval - 01.03.1982, Page 6
4 ÚRVAL eins og hún var þegar hún var barn. Ég myndi ekki þola að sjá hana. ’ ’ Þetta var fyrir tíu árum. Núna er Jenny 18 ára. Þegar hún skrifaði til New York síðastliðið sumar að hún væri að koma svaraði amma hennar að því miður stæði illa á að hún kæmi í heimsókn núna — það væri verið að mála íbúðina hennar. Helen var vinkona mín og þess vegna bauð ég Jenny að heimsækja mig. Þegar hún kom inn úr dyrunum táraðist ég. Það snart mig djúpt að sjá Helen næstum því ljóslifandi fyrir mér. Ég skildi hve sú sjón hefði orðið sársaukafúll fyrir ömmu hennar en með því að forðast þann sársauka neitaði hún sér um þá ánægju sem ég veitti mér með því að rifja upp glaðar stundir sem ég hafði átt með Helen. Heimsókn Jenny minnti mig á það sem við höfðum misst en ég fann líka til þakklætis — jafnvel sigurgleði — yfir að svona mikið af Helen lifði í Jenny. Amman vék sér undan og tapaði. Mér fínnst að hæfileikinn til að finna gleði í hversdagslegum við- burðum, eins og til dæmis að fylgjast með blómi sem er að springa út, sjá lauf trjánna verða rauð eða fugla að baða sig, dýpki í hvert skipti sem ég verð fyrir þungri sorg. Dauðinn gerir lífið dýrmætara; vonbrigðin gefa því sem heppnast vel meiri fyllingu. Hæfileikinn að finna til getur orðið foreldrum sérstaklega erfiður. Að eðlisfari reynum við að vernda börnin frá sorg. Við höldum að ef barn er hamingjusamt hafi okkur tekist vel; sé barn sorgmætt hafi okkur mistekist sem foreldri. En með því að gefa börnum þá hugmynd að hamingjan sé góð og leiðindi hræðileg minnkum við hæfileika þeirra til að njóta til fulls mannlegrar reynslu. Börn þurfa að skilja að þjáningar, vonbrigði og mistök em ekki aðeins óumflýjanleg heldur gagnleg. Sú reynsla getur hjálpað þeim til að þroska þolinmæði, þrautseigju og baráttuvilja sem með þarf þegar vísindatilraun mistekst eða þau fá lágar einkunnir á prófum, þrátt fyrir mikinn lestur, eða magalenda í sund- lauginni þó að þau hafi verið að æfa dýfingar heilt sumar. Það er í rauninni ekkert svo hræðilegt við að gera mistök og vera sár; það sem gerir manni illt er að þora aldrei að reyna af því að maður er hræddur við sárindi. Þetta er í rauninni sannleikur mannlegra samskipta. Eitt sinn heyrði ég föður segja við níu ára gamlan son sinn: ,,Það gerir ekkert til þó að Davíð vilji aldrei leika við þig framar; hann var heldur ekki svo skemmtilegur.” Það em vinslitin sem em þó alltaf sár. Ef við ýtum vináttunni til hliðar dregur úr gildi hennar — og þeirri gleði sem slíkur vinskapur veitir. Sú hugmynd að hafa bein í nefinu getur skert hæfileika barns til að finna. Ef við segjum til dæmis: „hættu að væla út af Davíð; hagaðu þér eins og maður og taktu því sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.