Úrval - 01.03.1982, Side 92

Úrval - 01.03.1982, Side 92
90 ÚRVAL undan löngun sinni til að fara og gá hvað hermennirnir hefðust að. En hann píndi sig til að vera kyrr — og tíu mínútum seinna fór bíllinn aftur af stað og hljóðið dó út í fjarska. Höfðu hermennirnir séð eitthvað athugavert á brúnni eða við hana? Eða voru þeir bara að bæta meiri sandi í lækinn neðan við hana og laga grenikvistahrúguna ofan við hana? Það leið langur tími þar til Alexander vogaði sér fram úr felustaðnum. Seint þennan dag kom Alexander sér fyrir í laut uppi í hæðinni þar sem hann sást ekki frá veginum. Úr því girðingin var ekki voðalegri en þetta ætlaði hann að reyna að komast yflr hana. Hann fór eins að og þegar hann var að fást við eðlisfræðigátu: sat hljóður og kyrr og lét undirvitundina um starfíð. Loks, þegar lausnin birtist honum, vissi hann að heillastjarna hafði komið honum til að kaupa sögina því það skipti mestu máli að þurfa ekki að vera með hávaða á borð við axarhögg. Hann sagaði niður tvö ung grenitré og greinarnar af þeim. Þannig fékk hann tvær stengur, um fjögurra metra langar. Greni, fremur en eik — eik brotnar of auðveldlega. Hann ætlaði sér að hafa sverari endana á jörðinni með um hálfs metra millibili en batt efri endana saman og greinar- stúf á milli til að leggjast að þver- spýtunum ofan á staurunum í girðingunni. Með þessum þreplausa stiga hugðist hann komast yfír girðinguna. Hann reisti stigann upp að tré, setti á sig bakpokannog reyndi að komast upp. Það var erfítt, en hægt. Þótt komið væri myrkur hélt hann áfram að æfa sig og átta sig á því hvernig best væri að fara að. Þetta var svo mikil taugaáreynsla að hann var nær örmagna af spenningi. Því nær sem dró því að prófa þetta á sjálfri girðingunni því æstari varð hann. En loks náði hann að festa blund. Upp og yfir Hann var svo spenntur þegar hann vaknaði að morgni 29. ágúst að honum fanst hann næstum eins og svífa í þyngdarleysi. Hann fór í klof- háu stígvélin, át tvær súkkulaðiplötur en hélt síðan með grenitrén og bak- pokann niður að læknum. Hann var óbærilega þurr í munninum og það var eins og hjartað væri að reyna að þrengja sér út úr brjóstinu — en samt fannst honum hann vera sterkur og þróttmikill. Sem drengur hafði hann alltaf keppst við að vera með þyngsta bakpokann. Þegar hann var í byggingarvinnu, sumrin sem hann var í háskóla, vann hann sér bónusa og verðlaun með því að afkasta meiru, vinna hraðar og lengur en hinir. Nú var eins og líkami hans hefði yfir meiri þrótti að ráða en nokkru sinni fyrr. Hann fór varlega og skyggndist fram fyrir sig en sá ekkert óvenjulegt. Svo hann tók upp bakpokann og trén, sté út í lækinn og færði sig niður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.