Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 9
I
FORNLEIFAFRÆÐI OG BIBLÍURANNSÓKNIR
71
gátu því veriS harla ánægðir með þennan fund sem hinn mikla
viðburð í forleifarannsóknum þessarar kynslóðar í Austurlönd-
um hinum heimari. En samt átti annar viðburöur engu minni
j eftir að gerast. ,
Um haustið 1948 urðu fréttastofur veraldarinnar önnum kafn-
ar við að skýra frá fundi, er orðið hafði með einkennilegum
og nýstárlegum hætti suður í Palestínu. Fundist höfðu forn hebresk
handrit að nokkrum ritum Gamla testamentisins, hið merkasta
þeirra um 1000 árum eldra en elzta handrit að öllu hebreska
Gamla testamentinu. Menn spurðu í ákafa, hvort þetta myndi
bylta við Ritningunum, hvort nú rýrnaði gildi þeirra rita, sem
vér eigum í Biblíu vorri. Ég var jafnvel spurður slíkra spurninga.
Þessi atburður vakti ekki aðeins mikla athygli vegna þess, hve
frásagnarverður aðdragandinn var, heldur einnig og fyrst og
fremst vegna hins, að mönnum var þegar ljóst, að hann myndi
varpa nýju ljósi á margt, er snertir sögu biblíutextans og einnig
veita mikilsverðar upplýsingar um liðna sögu, er lýtur að rótum
og upphafi kristinnar trúar. Vér skulum nú víkja oss sem snöggv-
ast að hinu fyrra atriðinu, sögu hins hebrefeka texta.
Gamla testamentið er, eins og allir vita, skrifað á hebresku að
undanteknu einu versi hjá Jeremía, og nokkrum kapítulum hjá
Esra og Daníel, sem ritaðir eru á aramísku. Þessi texti hefur
verið vel varöveittur um aldirnar, og eigum vér það að mestu að
þakka því stórvirki, er hinir svonefndu Massóretar unnu. Massó-
retar voru lærdómsmenn Gyðinga, málfræðingar og guðfræðingar.
Þeir störfuðu frá sjöundu öld e. K. til hinnar tíundu. Þeir unnu
að því að samræma þá texta, er þeir höfðu með höndum og
ákvarða og „gefa út“ einn réttan texta. Texti sá, sem þeir bjuggu
út og settu táknum til leiðbeiningar um framburð hebreskunnar,
sem þá var fyrir nokkrum öldum dáin út sem lifandi talmál, er
nefndur Massóretatexti og liggur til grundvallar öllum vísinda-
útgáfum af Gamla testamentinu og þýöingum. Þetta var geysilegt
) þrekvirki og er eitt stórvirkja sögunnar. En því miður eyðilögðu
Massóretar öll þau handrit, sem þeir höfðu stuðzt við og lagt til
grundvallar samræmingarstarfi sínu. Tilgangur þeirra var vitan-
i