Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 9

Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 9
I FORNLEIFAFRÆÐI OG BIBLÍURANNSÓKNIR 71 gátu því veriS harla ánægðir með þennan fund sem hinn mikla viðburð í forleifarannsóknum þessarar kynslóðar í Austurlönd- um hinum heimari. En samt átti annar viðburöur engu minni j eftir að gerast. , Um haustið 1948 urðu fréttastofur veraldarinnar önnum kafn- ar við að skýra frá fundi, er orðið hafði með einkennilegum og nýstárlegum hætti suður í Palestínu. Fundist höfðu forn hebresk handrit að nokkrum ritum Gamla testamentisins, hið merkasta þeirra um 1000 árum eldra en elzta handrit að öllu hebreska Gamla testamentinu. Menn spurðu í ákafa, hvort þetta myndi bylta við Ritningunum, hvort nú rýrnaði gildi þeirra rita, sem vér eigum í Biblíu vorri. Ég var jafnvel spurður slíkra spurninga. Þessi atburður vakti ekki aðeins mikla athygli vegna þess, hve frásagnarverður aðdragandinn var, heldur einnig og fyrst og fremst vegna hins, að mönnum var þegar ljóst, að hann myndi varpa nýju ljósi á margt, er snertir sögu biblíutextans og einnig veita mikilsverðar upplýsingar um liðna sögu, er lýtur að rótum og upphafi kristinnar trúar. Vér skulum nú víkja oss sem snöggv- ast að hinu fyrra atriðinu, sögu hins hebrefeka texta. Gamla testamentið er, eins og allir vita, skrifað á hebresku að undanteknu einu versi hjá Jeremía, og nokkrum kapítulum hjá Esra og Daníel, sem ritaðir eru á aramísku. Þessi texti hefur verið vel varöveittur um aldirnar, og eigum vér það að mestu að þakka því stórvirki, er hinir svonefndu Massóretar unnu. Massó- retar voru lærdómsmenn Gyðinga, málfræðingar og guðfræðingar. Þeir störfuðu frá sjöundu öld e. K. til hinnar tíundu. Þeir unnu að því að samræma þá texta, er þeir höfðu með höndum og ákvarða og „gefa út“ einn réttan texta. Texti sá, sem þeir bjuggu út og settu táknum til leiðbeiningar um framburð hebreskunnar, sem þá var fyrir nokkrum öldum dáin út sem lifandi talmál, er nefndur Massóretatexti og liggur til grundvallar öllum vísinda- útgáfum af Gamla testamentinu og þýöingum. Þetta var geysilegt ) þrekvirki og er eitt stórvirkja sögunnar. En því miður eyðilögðu Massóretar öll þau handrit, sem þeir höfðu stuðzt við og lagt til grundvallar samræmingarstarfi sínu. Tilgangur þeirra var vitan- i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.