Víðförli - 01.12.1952, Page 49
ALBERT SCHWEITZER
111
unum, að þeir sýndu það í verki og fórn, að þeir, sem höfðu
heyrt þessum heimi til, hefðu látið sigrast af honum til þess að
vera öðruvísi en þessi heimur og að þeir með því hefðu eignast
hans frið.“ /
Bók sinni um rannsóknirnar á ævi Jesú lýkur hann með þessum
orðum: „Eins og ókunnur gestur án nafns kemur hann til vor, al-
veg eins og hann gekk forðum í veg fyrir mennina við Galileu-
vatnið, sem ekki vissu, hver hann var. Hann segir sömu orðin:
Kom, fylg þú mér — og bendir oss á þau verkefni, sem hann vill
leysa á vorum tímum. Hann skipar fyrir. Og þeim, sem hlýða
honum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir í anda, mun hann
opinbera sig í því, sem þeir í samfylgd hans fá að reyna af friði,
starfi, baráttu og þraut, og þeir munu komast að raun um þann
ósegjanlega leyndardóm, hver hann er.“