Víðförli - 01.12.1952, Side 50

Víðförli - 01.12.1952, Side 50
SIGURBJÖRN EINARSSON: MARÍA GUÐSMÓÐIR (Sjá Lúk., 1,24—38,• 46—55). Engill var sendur frá Guði. Þannig voru jólin undirbúin á> himni. HirSmeyjar og prinsessur urðu hans ekki varar. Samkvæm- isdísir sáu hann ekki, ekkert ljósbrot af himni í gleðinnar veig- um, ekkert endurskin uppheima í gullnum skálum. Geislinn af himni sveigði hjá hallarturnum og Glæsivöllum, þar sem iðju- laus og þrauttaminn yndisþokki kepptist við pellið og silkið og var hylltur af smjaðrandi vörum og hofmannahneigingum, þar sem brosið var dautt eins og gullið, hláturinn hjartalaus eins og glamur í perlum. Engilkveðjan barst ekki þangaö. Sú, sem fáir hefðu sæla sagt, þar sem hún gekk að púlsverkum í Naza- ret, bograði yfir þvottabala eða sveittist við tóvinnu, meðtók kveðjuna: Heil vert þú, Drottinn sé með þér. Þessi sendiboði tilheyrði þeirri hirð, sem ekki gengst fyrir gliti eða farða eða fimi á leikvangi Lofnar. Guðs orð segir, að það, sem skartar í augum Guðs, sé hinn huldi maður hjartans í ófor- gengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda, því að þannig hafi og skreytt sig forðum hinar helgu konur. Vér mennirnir sjáum ekki það, sem mest er í augum Guðs, en tignum hitt, sem hann fyrirlítur — of oft er það svo. Engillinn var sendur til meyjar, sem hét María: Þú hefur fundið náð hjá Guði, þú munt fæða son og þú skalt láta hann

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.