Víðförli - 01.12.1952, Side 74
136
VÍÐFÖRLI
13). Þannig eru í rauninni engin takmörk fyrir þeim verkefnum,
sem þetta boðorð felur í sér. Það lætur engar reglur í té. En það
bendir á baráttuna, sem vér menn heyjum hver við annan, þar
sem vér reynum hver og einn að komast yfir lífsgæðin, njóta
vor og fá óskum vorum fullnægt. Þessi barátta er oft hörð. Því
vér viljum alltof oft allir ná í það sæti, sem aðeins einn getur
hreppt. Vér þekkjum þetta. Og þetta er það, sem boðorðið bendir
á og segir: „Hér, hér er náungi þinn, elskdðu hann eins og sjálfan
þig í þessum kringumstæðum.“
„Þú skalt ekki drýgja hór.“ Boðorðið nefnir ekkert ákveðið
um það, hvað átt sé hér við. Augljóst er, að eitthvað meira
býr hér undir en opinber hjúskaparbrot. Því að ef þetta boðorð
er „fólgið í“ kærleiksboðorðinu getur ekki verið nóg að hjóna-
bandið sé þokkalegt tilsýndar. Það er kærleiksskorturinri, sem
hjónabönd stranda á, m. ö. o. sjálfselskan í öllum þeim myndum,
sem fyrir geta komið í sambandi hjóna. Sjötta boðorðið bannar
allt þetta undantekningarlaust, ef það er túlkað í ljósi kærleiks-
boðorðsins. Kærleikurinn verður sjálfur að finna þau orð og atlot,
sem koma í veg fyrir þetta. Einnig hér eru verkefnin ærin. BoS-
Orðið veitir engar sundurliðaðar leiðbeiningar. Það bendir aðeins
á hjónabandið og makann og segir: „Hér, hér er náungi þinn.
Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig í þessum kringumstæð-
___U
um.
„Þú skalt ekki stela.“ Hér er ekki brugðið tiltekinni vörn fyrir
eignarréttinn, þetta boðorð á ekki að skiljast sem grein í lands-
lögum. Eign náunga míns er ekki aðeins það, sem hann hefur laga-
legan rétt á. Ef þetta boðorð er „fólgið í“ kærleiksboðorðinu, á
bann þess við allt, sem náungi minn þarfnast, einnig þótt það
kunni að vera í minni eigu lagalega séð. Túlkað í ljósi kærleiks-
boðorðsins hljóðar 7. boðorðið: „En sá, sem hefur heimsins gæði
og sér bróður sinn vera þurfandi og afturlykur hjarta sínu fyrir
honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum,
(1. Jh .3, 17). Boðorðið lætur engar ákveðnar reglur í té, en það
felur í sér fleiri verkefni en neinn af oss leysir. Það bendir blátt
áfram á eign náungans, á það, sem hann þarfnast í þessu lífi, og
/