Víðförli - 01.12.1952, Side 69

Víðförli - 01.12.1952, Side 69
LÖGMÁL OG EVANGELIUM 131 saurga sig ekki með því aS snerta óhreint, t. d. lík (3. Mós. 21,1, Esek. 44,25). Þetta hoðorð halda þeir. Þeir sjá, aS maSurinn kann að vera dáinn eða a.m.k. svo nærri dauða kominn, að hætt er við að hann deyi í höndum þeirra, ef þeir sinna honum. Þeir halda því áfram, fylgjandi boðorðinu út í æsar. Svo kemur Sam- verjinn. Hann er ekki nærri eins nákvæmur með lögmálið, Gyð- ingar telja hann ekki til þjóðarinnar, hann er í raun óg veru óhreinn sjálfur eins og heiðingi. Hann á ekki á hættu að saurgast þótt hann snerti banvænan mann. Hann hjálpar mannium, án þess að hugsa um sjálfan sig. Hann hefur m.ö.o. þann kærleika, sem er nægilega glöggur og ráðagóður til þess bæði að sjá, hver er náunginn, og hvað gera á fyrir hann. Og Jesús bendir hinum skriftlærða á hann sem fyrirmynd: „Far þú og gjör slíkt hið sama“. í þessari dæmisögu teflir hann hinum tveim viöhorfum til lög- málsins hvoru gegn öðru. Presturinn og levidnn telja boðorðin reglur, sem fara eigi eftir. Náungann, manninn af holdi og blóði, og þörf hans á fundvísi kærleikans, sjá þeir alls ekki. Hefðu þsir séð þennan mann og heyrt stunur hans, þá hefðu þeir líka skiliö, að reglurnar eru til manna vegna, ekki mennirnir vegna reglanna. Þá hefðu ] reir séð, að það er mikilvægara að hjálpa manni í neyð en að forða sjálfum sér frá saurgun .Þá hefðu þeir og í þriðja lagi séð, að Guð var hjá hinum helsærða manni og að sá kærleikur, £em 'honum var veittur, var Guði veittur, en að fylgja reglunni var ekkert annað en kærleikur til sjálfs sín. Hvers vegna sjá þessir tveir Gyöingar ekki náunga sinn, heldur aðeins regluna? Vegna þess að þeir eiga ekki þann kærleik, sem alltaf getur svarað spurningunni: Hver er náungi minn? — af því að það er innsta eðli hans að leita náungans og finna hann. Þeir eru haldnir þeirri sjálfselsku, sem sér ekkert annað en sjálfan sig og sinn eigin hreinleik. Samverjinn sér hins vegar náungann þegar í stað og það, sem hann þarfnast. Hann hugsar ekkert um sjálfan sig og sinn eigin hreinleik. Sú hugsun rúmast ekki með honum, því hann er gagn- tekinn af öðru: Náunganum og nauðsyn hans. Og þetta er kjarni

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.