Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 40
102
VÍÐFÖRLI
að því seinna, að þau fræ, sem ég sáði þannig um nokkurra ára
skeið, hafa borið ávöxt. Á vöxnum aldri hafa þessir menn tjáð
mér þakkir fyrir, að ég hafði í fræðslu minni innrætt þeim, að
grundvallarsannindin í trú Jesú væru samrímanleg hugsuninni.“
Hann segir Iíka frá því, að eftir heimsstyrjöldina fyrri hafi
ýmsir drengjanna sinna flutt sér þakkir fyrir, að hann hefði brýnt
fyrir þeim að minnast þess, að trúin skýrir ekki alla hluti. Þetta
hafi forðað þeim frá að líða skipbrot á trú sinni í skotgröfunum,
eins og svo margir aðrir gerðu, sem ekki voru á sama veg undir
það búnir að mæta því, sem er óskýranlegt. Og Schweitzer ráðlegg-
ur í þessu sambandi þeim, sem uppfræða í kristindómi að leiða
athygli manna að því, sem eitt sé nauðsynlegt, sem sé að kom-
ast í samfélag við Guð, í stað þess að leita haldlítilla skýringa á
dulrúnum tilverunnar.
Þetta er mjög í samræmi við þá hagnýtu lífsafstöðu, sem er
kjarninn í lífsskoðun Schweitzers.
II.
Á fyrsta stúdentsári sínu varð Schweitzer að gegna lögboðinrii
herskyldu. Hann hafði með sér gríska Nýja testamentið sitt og las
það milli heræfinganna, þegar aðrir brugðu á leik eða sváfu. Korn
þá þegar að góðum notum þrek hans, sem er dæmafátt. Hann hef-
ur lengst ævinnar getað lagt saman nótt og dag í skorpunum.
Hann segir t. d. frá því, að þegar hann var að vinna að doktors-
ritgerð sinni í París og stundaði jafnframt orgelleik hjá meist-
aranum Widor hafi hann iðulega komið í orgeltímana á morgn-
ana án þess að hafa farið úr fötum um nóttina.
I herþjónustunni las hann Nýja testam. af kappi. Hann hafði
lesið sjcýringar Holtzmanns, en tók nú til við textann sjálfan, til
þess að rifja upp skýringarnar, en fyrst og fremst til þess að
finna, hvað hann kæmi auga á sjálfur án tillits til skýringa ann-
arra. Árangurinn varð sá, að Schweitzer tók sterklega að efast um
sumar grundvallarkenningar læriföður síns og þær, sem höfðu
helzt aflað honum álits og töldust almennt óyggjandi og endan-
legar niðurstöður. Þegar hann settist aftur á skólabekk hafði