Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 66

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 66
128 VÍÐFÖRLl nógu vel finnum vér í Biblíunni skýra reglu um, hvernig vér eig- um að breyta í tilteknum aðstæðum. Ekkert er matsatriði, í raun og veru þurfum vér ekki að taka neina ákvörðun sjálfir né bera neina ábyrgð. Vor eina ábyrgð er að vér gerum það, sem Biblí- an leggur fyrir. Ábyrgðin á því, aS vér höfumst að, er vor, en hitt á Biblíunnar ábyrgð, hvernig vér förum að. Þetta var og er skoðun lögmálstrúrra Gyðinga. Þeir telja, að í Biblíunni, þ. e. Gamla test., séu 613 boðorð. Þau fela í sér allt, sem vér þurfum að vita um vilja Guðs. Að sönnu getur verið vafi á, hvernig skilja beri einstök boð eða eftir þeim farið í vissum að- stæðum. Einnig getur vafi leikið á sambandi þeirra innbyrðis, því að stundum getur virzt sem eitt banni það, sem annað býður. En þá er um að gera að sökkva sér því betur niður í boðorðin, finna, hvernig á að skilja þau og skipa þeim niður þannig, að mestu boðorðin komi fyrst en hin minni síðar. Skriftlærðir Gyðing- ar hafa þetta hlutverk. Þeir kanna og kryfja lögmálið til þess að afla sér og öðrum sem gleggstrar þekkingar á innihaldi þess og víðtæki. Speki hinna fremstu fræðimanna frá blómatímum gyð- ingdómsins er saman tekin í hinu mikla verki, Talmud, sem er bæði skýringar á hinum 613 boðorðum lö'gmálsins (Misjna) og skýringar á þessum skýringum (Gemara). Með Biblíuna sjálfa sem frumtexta, með Talmud og aðrar gyðinglegar erfðir sem leiðarljós verður hinn skriftlærði maður að rannsaka lögmálið, til þess að glöggva sig á vilja Guðs. En hann er viss um árangur og er hreykinn yfir að hafa með höndum hið fegursta allra við- fangsefna að „hugleiða lögmál Guðs dag og nótt“ (Sl. 1,2). Þessi skoðun er stórbrotin á sína vísu, en líka óhugnanleg. Leiðir ekki þessi afstaða til þess að maðurinn verði svo viss í lögmáli Guðs, að hann hafi það alveg á sínu valdi, þar sem það ætti að vera á hinn veginn, að það hefði hann á valdi sínu? Og fer ekki svo, að maðurinn verði fyrst og fremst altekinn af reglunni, en þær tvær lifandi persónur, sem sérhver regla á að miðast við og þjóna, persóna Guðs og persóna náungans, hverfi og gleymist? Þessar spurningar verða hvassari, þegar litið er á hina skoð- unina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.