Víðförli - 01.12.1952, Side 66

Víðförli - 01.12.1952, Side 66
128 VÍÐFÖRLl nógu vel finnum vér í Biblíunni skýra reglu um, hvernig vér eig- um að breyta í tilteknum aðstæðum. Ekkert er matsatriði, í raun og veru þurfum vér ekki að taka neina ákvörðun sjálfir né bera neina ábyrgð. Vor eina ábyrgð er að vér gerum það, sem Biblí- an leggur fyrir. Ábyrgðin á því, aS vér höfumst að, er vor, en hitt á Biblíunnar ábyrgð, hvernig vér förum að. Þetta var og er skoðun lögmálstrúrra Gyðinga. Þeir telja, að í Biblíunni, þ. e. Gamla test., séu 613 boðorð. Þau fela í sér allt, sem vér þurfum að vita um vilja Guðs. Að sönnu getur verið vafi á, hvernig skilja beri einstök boð eða eftir þeim farið í vissum að- stæðum. Einnig getur vafi leikið á sambandi þeirra innbyrðis, því að stundum getur virzt sem eitt banni það, sem annað býður. En þá er um að gera að sökkva sér því betur niður í boðorðin, finna, hvernig á að skilja þau og skipa þeim niður þannig, að mestu boðorðin komi fyrst en hin minni síðar. Skriftlærðir Gyðing- ar hafa þetta hlutverk. Þeir kanna og kryfja lögmálið til þess að afla sér og öðrum sem gleggstrar þekkingar á innihaldi þess og víðtæki. Speki hinna fremstu fræðimanna frá blómatímum gyð- ingdómsins er saman tekin í hinu mikla verki, Talmud, sem er bæði skýringar á hinum 613 boðorðum lö'gmálsins (Misjna) og skýringar á þessum skýringum (Gemara). Með Biblíuna sjálfa sem frumtexta, með Talmud og aðrar gyðinglegar erfðir sem leiðarljós verður hinn skriftlærði maður að rannsaka lögmálið, til þess að glöggva sig á vilja Guðs. En hann er viss um árangur og er hreykinn yfir að hafa með höndum hið fegursta allra við- fangsefna að „hugleiða lögmál Guðs dag og nótt“ (Sl. 1,2). Þessi skoðun er stórbrotin á sína vísu, en líka óhugnanleg. Leiðir ekki þessi afstaða til þess að maðurinn verði svo viss í lögmáli Guðs, að hann hafi það alveg á sínu valdi, þar sem það ætti að vera á hinn veginn, að það hefði hann á valdi sínu? Og fer ekki svo, að maðurinn verði fyrst og fremst altekinn af reglunni, en þær tvær lifandi persónur, sem sérhver regla á að miðast við og þjóna, persóna Guðs og persóna náungans, hverfi og gleymist? Þessar spurningar verða hvassari, þegar litið er á hina skoð- unina.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.