Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 52

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 52
114 VÍÐFÖRLl getur þetta verið? Þú kannast við svarið: Þú nýtur náðar Guðs. Þú skilur, þú tekur undir lofsönginn: Ond mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. María guðsmóðir — svo hafa allar kynslóðir nefnt hana. Það reyndist rétt: Allar kynslóðir hafa sagt hana sæla. Blessuð hef- ur hún verið ,tignuð, tilbeðin. Og víst er það maklegt og skylt, að auðsýna lotningu minningu hennar, sem fæddi Frelsarann í heiminn, nærði líf hans af líkama sínum, hlúði honum í faðmi sér, kenndi honum, lagði á jarðneskar varir hans fyrstu bæn- irnar, lét hann fyrst hafa yfir nafnið, sem hann skyldi opin- bera, nafn Föðurins í himnunum. Hann óx að vizku og vexti, þroskaðist, nam sem önnur börn. Vér þekkjum engan jarðnesk- an fræðara hans á bernsku- og uppvaxtarárum. Hann gat vís- ast sagt það um móður sína, sem svo margur vildi sagt hafa um sína móður: Enginn kenndi mér eins og þú. Síðustu bænarorðin, sem heyrðust af vörum hans, andlátsbænin: Faðir, í þínar hend- ur fel ég anda minn, munu vera kvöldbænin, sem hann hafði numið af móður sinni og sofnað út frá svo lengi, sem hann mundi eftir sér og lengur. Og hann minntist hennar á krossinum, það var hans eina ráðstöfun varðandi þetta líf að biðja lærisvein sinn að sjá til með henni. Skyldum vér ekki minnast hennar? Miðaldirnar tilbáðu hana, dýrkuðu hana, beindu bænum sín- um til hennar. Hún var jafnframt hugsjón þeirra, fyrirmynd allra kvenna, ímynd kvenlegrar dyggðar. Mynd hennar varp helgi og tign yfir konuna, aðlaði hana í augum karla og sjálfrar sín, hlutverk hennar, manngildishugsjón og lífsköllun. Vér tölum gjarnan með lítilsvirðingu um miðaldirnar. En hvor hugsjónin var göfugri og æðri, sú, sem miðaldakonan laut og miðaldamaðurinn tignaði, María, hin helga móðir, eða sú, sem nú ber hæst á stalla — filmstjarnan, strípað, limaliðugt kvendýr í mannsmynd, sem aðallega skartar ódyggðum og þjónar í flest- um sínum hlutverkum, með tilhjálp fullkominnar tækni, ginn- ingum jafngagngerrar lífslygi og uppmálar þá blygðunarlaus-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.