Víðförli - 01.12.1952, Page 52

Víðförli - 01.12.1952, Page 52
114 VÍÐFÖRLl getur þetta verið? Þú kannast við svarið: Þú nýtur náðar Guðs. Þú skilur, þú tekur undir lofsönginn: Ond mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. María guðsmóðir — svo hafa allar kynslóðir nefnt hana. Það reyndist rétt: Allar kynslóðir hafa sagt hana sæla. Blessuð hef- ur hún verið ,tignuð, tilbeðin. Og víst er það maklegt og skylt, að auðsýna lotningu minningu hennar, sem fæddi Frelsarann í heiminn, nærði líf hans af líkama sínum, hlúði honum í faðmi sér, kenndi honum, lagði á jarðneskar varir hans fyrstu bæn- irnar, lét hann fyrst hafa yfir nafnið, sem hann skyldi opin- bera, nafn Föðurins í himnunum. Hann óx að vizku og vexti, þroskaðist, nam sem önnur börn. Vér þekkjum engan jarðnesk- an fræðara hans á bernsku- og uppvaxtarárum. Hann gat vís- ast sagt það um móður sína, sem svo margur vildi sagt hafa um sína móður: Enginn kenndi mér eins og þú. Síðustu bænarorðin, sem heyrðust af vörum hans, andlátsbænin: Faðir, í þínar hend- ur fel ég anda minn, munu vera kvöldbænin, sem hann hafði numið af móður sinni og sofnað út frá svo lengi, sem hann mundi eftir sér og lengur. Og hann minntist hennar á krossinum, það var hans eina ráðstöfun varðandi þetta líf að biðja lærisvein sinn að sjá til með henni. Skyldum vér ekki minnast hennar? Miðaldirnar tilbáðu hana, dýrkuðu hana, beindu bænum sín- um til hennar. Hún var jafnframt hugsjón þeirra, fyrirmynd allra kvenna, ímynd kvenlegrar dyggðar. Mynd hennar varp helgi og tign yfir konuna, aðlaði hana í augum karla og sjálfrar sín, hlutverk hennar, manngildishugsjón og lífsköllun. Vér tölum gjarnan með lítilsvirðingu um miðaldirnar. En hvor hugsjónin var göfugri og æðri, sú, sem miðaldakonan laut og miðaldamaðurinn tignaði, María, hin helga móðir, eða sú, sem nú ber hæst á stalla — filmstjarnan, strípað, limaliðugt kvendýr í mannsmynd, sem aðallega skartar ódyggðum og þjónar í flest- um sínum hlutverkum, með tilhjálp fullkominnar tækni, ginn- ingum jafngagngerrar lífslygi og uppmálar þá blygðunarlaus-

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.