Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 37
ÖRLÖG ÍSRAELS FRÁ KRISTNU SJÓNARMIÐI
99
hringurinn lokist og GySingar verði á ný Guði helgað verkfæri.
Þeir virðast, mannlega talað, hafa öll skilyrði til þess.
Þeir hafa átt ríkan þátt í þróun heimsmála og lagt drjúgan
skerf gulls og andlegra verðmæta til menningarlegra framfara.
Gyðingur leggur öðrum fremur allt í sölur fyrir málefni, sem
heillar hug hans, — „leggur þar dýrustu eign sem hann á og
allt sem hann hefur að tapa.“ Hann er fæddur trúboði og lætur
til sín taka hvort heldur hann lætur stjórnast af rétttrúnaði eða
fríhyggju, kommúnisma eða kristindómi.
Þeir eru kunnugir máli, menningu og hugsunarhætti flestra
þjóða heims, og hafa því sérstaka möguleika til áhrifa.
Þeir hafa sambönd um heim allan, með því að vart er hugsan-
legt að til Palestinu flytji nema lítill hluti þeirra 14—16 milljóna
Gyðinga, sem dreifðar eru meðal margra þjóða. Engin þjóð önnur
hefur jafnmikla möguleika til að útbreiða fagnaðarboðskapinn um
Krist, — eða að öðrum kosti efnishyggju og guðleysi.
Gerist það kraftaverk að Gyðingar taki sinnaskiptum, hylli
Hann nú, sem þeir höfnuðu fyrr, lúti Kristi sem Messíasi, er ekki
erfitt að gera sér í hugarlund, að afturhvarf þeirra verði, eins og
Páll postuli segir „heiminum sem líf af dauðum.“'