Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 13

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 13
FORNLEIFAFRÆÐI OG BIBLfURANNSÓKNIR 75 sem sprottnir eru með Gyðingum og verða að uppstöðuþráðum kristinnar trúar, er kenningin um Messías. Kristur leit á sjálfan sig sem Messías. Hann kenndi, að Messíasarvonir Gyðinga hefðu rætzt í sér. Enn fremur taldi hann sig vera Mannssoninn, sem með Gyðingum var enn hærra heiti en Messías. Þá hefur Jesús án efa skoðað líf sitt í Ijósi 53. kapítulans hjá Jesaja, ljóðsins um þjáningu hins réttláta þjóns Jahve og friðþægingu hans. Þannig standa meginstoðir kristinnar trúar rótum í Gamla testamentinu, og til þess að skilja þær verðum vér að líta yfir liðna sögu. Nú er í trúarritunum, sem fundust ásamt Jesajastranganum, minnst á einhvern Meistara Réttlætisins eða hinn Réttláta Meist- ara. Hann virðist vera liðinn leiðtogi hreyfingarinnar og háfa liðið píslarvætti. í kringum dauða hans hafa skapazt Messíasarhug- myndir, flokkurinn virðist skoða hann sem Messías, enda þótt hann væri ekki sigrandi Messías heldur hafi verið tekinn af lífi. Þetta mál hefur enn verið lítt kannað og er hvergi nærri tíma- bært að gera sér nokkrar hugmyndir um það, hvað sú könnun muni leiða í ljós. En það er vitaskuld ómetanlegt til fróðleiks, að nú skuli gefast ný innsýn inn í trúarheim aldarinnar fyrir Krists burð, sem líkleg er til þess að varpa nýju ljósi á margar þær trúarhugmyndir, sem oss eru fjarlægastar og torskildastar. Nú eru liðin tæp fjögur ár síðan vísindamenn komust fyrst yfir þennan merka fund. Samt er málið enn á því stigi, að segja verður, að rannsóknir séu rétt að hefjast. Sérfræðingar um heim allan vinna að rannsóknum handritanna jafnóðum og þau eru gefin út. Það er ekkert efamál, að handritafundurinn við Dauða- hafið verður þungamiðja umræðna og kannana guðfræðinga og fornfræðinga mörg komandi ár. Fyrstu bækurnar eru að koma út, sem gefa yfirlit um fundinn og þýðingu hans. Dupont-Sommer prófessor við Sorbonne í París hefur gefið út litla en ágæta bók um handritin, sem gefur glögga lýsingu á fundi þeirra og sögu þess tíma, er þau eru runnin frá. Hún mun um þessar mundir vera að koma út í enskri þýðingu og er titill ensku út- gáfunnar „The Dead Sea Scrolls.“ Vísa ég öllum, er vilja kynna sér þetta nánar, á þessa bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.