Víðförli - 01.12.1952, Side 22
84
VÍÐFÖRLI
gefning afbrotanna (Ef. 1,5—6). Hann frelsaði oss, ekki vegna
réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt misk-
unn sinni fyrir laug endurfæðingar og endurnýjungar heilags anda,
sem hann úthellti yfir oss ríkulega fyrir Jesúm Krist, frelsara vorn,
til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingj-
ar eilífs lífs (Tit. 3,5—-7).
Sá heimur, sem ég fæðist inn í, er hinn gamli heimur og að
eðli til er ég af honum. En Ijósið skein í myrkri hans (Jh. 1,5).
Hinn nýi heimur nam hér land. Jesús Ivristur er hér. Að vígjast
undir konungdæmi hans er ný fæðing, endurfæðing. Sú fæðing
gerist ekki í mér, heldur með mig. Á skírnarstundinni er ég fædd-
ur, það gerist að öllu leyti án míns tilverknaðar, það er Guð, sem
endurfæðir með því að helga mig ríki sonarins og heilags anda,
með því hrífur hann mig frá valdi myrkursins og flytur mig inn í
ríki sonar síns kærleika (Kol. 1,13). Það gildir einu, hvað þetta
snertir, hvort ég er barn eða vaxinn, þegar skírnin fer fram. Ég
er þiggjandi aðeins, á engan hátt gjörandi þess, sem fram fer,
ekki fremur en þegar ég fæðist til líkamlegs lífs af skauti móður.
/
IV.
Allsstaðar þar, sem Nýja testamentið talar um skírn — og hún
er miklu víðar í baksýn en þar sem hún er beinlínis nefnd •— er
um hana rætt sem grundvallarstaðreynd fyrir einstaklinginn í
hjálpræðislegu tilliti. Því að hún er persónuleg tileinkun endur-
lausnarverksins, Kristur tekur manninn að sér og gjörir hann
í voninni að erfingja eilífs lífs. Sáluhjálp vor byggist ekki á vorri
hlýðni, heldur hans, ekki voru réttlæti, heldur hans, ekki vorri
játningu eða ákvörðun, heldur hans. Skírn er ekki hátíðleg stað-
festing á hjálpsamlegri ákvörðun mannsins, heldur yfirlýsing Guðs
um ákvörðun hans. Hún er ekki játning frelsaðra manna, hún
frelsar (1. Pét. 3,12).
Gildi skírnarinnar byggist ekki á einu eða neinu, sem vér ger-
um, heldur að öllu á því, sem með oss er gert af þeirri gæzku og