Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 19

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 19
HEILÖG SKÍRN 81 kynið, hann verður páskalambið, sem táknar köllun og útvalningu allra manna til lífs með Guði. Páskalamb hins gamla sáttmála hafði verið tákn hinnar sérstöku og einskorðuðu köllunar ísra- els, það var innsiglið á útvalningu hans og jafnframt tákn samfé- lagsins um þessa útvalningu. Heilög kvöldmáltíð tekur í kirkj- unni hlutverk páskamáltíðarinnar. En hún er meira en tákn og meira en ímynd innbyrðis samfélags um eina köllun. Hún er jafnframt og fyrst og fremst samneyti við hinn krossfesta og upprisna Drottin. En í hinum gamla sáttmála var einstaklingurinn innlimaður inn í hið helgaða samfélag með umskurninni. Með henni voru börn hinnar útvöldu þjóðar vígð Guði til eignar. Það er auðsætt, að sú skírn, sem Jesús býður kirkju sinni að framkvæma meðal allra þjóða, tekur sæti umskurnarinnar. Skírnin er einstaklingnum til lífstíðar innsigli hins nýja sáttmála í blóði Guðs sonar, hið sam- eiginlega auðkenni allra þeirra, sem kallaðir eru til þeirrar arf- leifðar, sem hann hefur ánafnið hinum „mörgu“, mönnunum, hún er innlimun inn í hinn nýja Guðs lýð, hið nýja mannkyn. Þannig vikur Páll að skírninni í Kol. 2,11 og Gal. 3,27—28. En hann bendir jafnframt á, að skírnin er hvað gildi snertir ósambærileg við umskurnina. Skírnin er meira en ytra tákn, meira en auð- kenni þeirra, sem hafa verið gjörðir aðilar að hlnum nýja sáttmála, vegna þess að hún er verk hins lifandi Krists sjálfs, skapandi tileinkun þess hjálpræðis, sem í eitt skipti fyrir öll er orðin staðreynd í honum, og jafnframt sívirkur veruleiki fyrir atbeina hans. Það er vert að lesa orð Páls í samhengi (Kol. 2, 11—12) : Því að í honum (Kristi) býr öll fylling guðdómsins líkamlega og þér hafið, af því að þér heyrið honum til, öðlast hlutdeild í þessari fylling, enda er hann höfuð hvers konar tign- ar og valds. Af því að þér heyrið honum til, eruð þér og um- skornir umskurn, sem ekki er með höndum gjörð, við það að af- klæðast holdslíkamanum, sem er umskurn Krists, — því að þér voruð greftraðir með honum í skírninni. -—- Og af því að þér heyr- ið honum til, voruð þér einnig með honum uppvaktir fyrir trúna, sem Guð kemur til leiðar, sá er uppvakti hann frá dauðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.