Víðförli - 01.12.1952, Page 12
74
VÍÐFÖRLI
handritabrot, sem líka höfðu sitt gildi. Talið er, að í hellinum
hafi eitt sinn verið um 200 ker, en að komið hafi verið í hellinn
á yfirráðatíma Rómverja í landinu.
Nú vaknar sú spurning, hvernig á standi þessum handritum á
þessum stað, því að þarna fundust auk Jesajahandrita tveggja og
brots úr Jeremía einnig trúarrit annars eðlis, reglurit sértrúar-
flokks, rit um „Stríðið milli Ijóssins og myrkursins barna“ og
ýmislegt annað.
Fullvíst er talið, að einn af hinum mörgu trúarflokkum meðal
Gyðinga á öldunum í kring um Krists burð hafi átt þessa stranga,
og að þeir hafi verið hluti af helgiritasafni trúarflokks þessa.
Biblía trúarflokksins hefur því verið Jesaja og vafalaust önnur
spámannarit og svo sérstök rit, sem upp hafa verið runnin með
flokknum sjálfum. Nú er það vitað, að á fyrstu öldinni f. Kr.
geysuðu miklar ofsóknir á hendur rétttrúaðra Gyðinga, sem ekki
vildu þýðast yfirráð framandi þjóða. Er mjög trúlegt, að flokk-
urinn hafi flúið slíkar ofsóknir og falið helgiritasafn sitt til þess
að bjarga því frá glötun. Síðan hefur annað hvort staðurinn
gleymst eða flokkurinn aldrei komist á fyrri slóðir aftur.
;
Ég hef áður minnst á það, hversu fundurinn í hellinum er þýð-
ingarmikill fyrir textasögu Gamla testamentisins og fyrir það,
þversu hann staðfestir Massóretatextann. En gildi hans er ekki
síðra fyrir sögu tímabilsins fyrir fæðingu Krists og upphaf kristn-
innar.
Enda þótt kristin trú sé í raun og veru uppreisn gegn gyðing-
dómnum eins og hann var á dögum Jesú, þá er hún samt runnin
af sömu rót. Eins og Gamla testamentið er ómissandi undanfari
hins Nýja og Nýja testamentið verður ekki skilið án hins Gamla,
þannig verður einnig að skoða upphafssögu kristninnar í ljósi
þeirra trúarhreyfinga, sem uppi voru með Gyðingum öldina fyrir
Krists burð og á hinni fyrstu kristnu öld. Kristin trú byggir á
grundvallaratriðum trúar Gyðinga eins og hún var hreinust í upp-
hafi, enda þótt hún sé andóf gegn lögmálsstefnunni, sem seinni
alda Gyðingdómur fæddi af sér. Einn þessara grundvallarþátta,