Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 21
HEILÖG S'KI'RN
83
sem er í himnunum, eftir að hafa samið frið með blóðinu, úthelltu
á krossi hans (Kol. 1, 19n).
Nú erum vér í skírninni kallaðir til þess að dauði Krists verði
þau þáttaskil í lífi voru, sem hann er í Guðs augum og fyrir að-
stöðu mannkynsins í heild. Vér fæðumst inn í þennan heim sem
sprotar á meiði þess mannkyns, sem dæmdi Drottin til dauða,
sem hluthafar í sekt hins „gamla manns“, sem aðilar að aðstöðu
dæmdra manna. En Drottinn gengur í skírninni í veg fyrir oss
og segir: Þessi staðreynd gildir ekki lengur, gildir ekki þig, það
er annað, sem gildir, dauði minn þér til sýknunar, fyrirgefningar,
náðar.
Það er þetta, sem Páll á við, þegar hann segir, að vér höfum í
skírninni afklæðst holdslíkamanum, að vér höfum verið greftraðir
með Kristi, að hinn gamli maður hafi með honum verið kross-
festur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða. Hið
gamla varð að engu, sjá það er orðið nýtt (2. Kor. 5,17). Hið
gamla, hinn gamli maður, maður eða líkami syndarinnar táknar
ekki eingöngu eða fyrst og fremst misgerðir eða afbrot, sem átt
hafa sér stað á fyrirfarandi lífsskeiði skírnþegans, heldur allt það
yfirleitt, sem er af þeim heimi, þeim anda, þeirri hugarstefnu,
sem lagði fram forsendurnar fyrir sínum eigin dauðadómi á Gol-
gata. Þessi gamli veruleiki gildir ekki lengur, mótar ekki lengur
aðstöðu mína gagnvart Guði eða afstöðu Guðs til mín. Nú gildir
annað, sú miskunnsemi, sem beiddist sýknunar fyrir seka, lauk
upp lífsins dyrum fyrir dauðadæmdum.
Þetta er tileinkað, gefið í heilagri skírn. Og þetta nefnir Nýja
testamentið nýja fæðingu, fæðingu að ofan af vatni og anda
(Jh 3). Hin líkamlega fæðing inn í þennan heim er ekki sem slík
eða sjálfkrafa fæðing inn í guðsríki. Það, sem af holdinu er fætt,
er hold (Jh. 3,6) og hyggja holdsins er dauði, fjandskapur gegn
Guði (Róm. 8,6,7). En vér erum kallaðir til þess að erfa annað,
en laun þeirrar hyggju: Hann ákvað fyrirfram að taka oss fyrir
Jesúm Krist sér að sonum, samkvæmt velþóknun vilja síns, dýr-
legri náð sinni til vegsemdar. Náð lét hann oss í té í hinum elsk-
aða, en í honum eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrir-