Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 43

Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 43
ALBERT SCHWEITZER 105 Á síðara hluta 19. aldar fær sú skoðun æ meira fylgi, að Jesús hafi ekki vænst eða boðað yfirnáttúrlegt guðsríki, heldur lagt alla áherzlu á siðgæðislegan þroska, sem leiða ætti til framfara í góðleik, til vaxtar áleiðis til guðsríkis. Þroskuðustu ávextir þess- arar túlkunar voru hækur þeirra Harnacks og Wrede, sem komu út að heita samtímis, árið eftir aldamót. Af henni leiddi óhjá- kvæmilega það tvennt, að mikill hluti guðspjallanna væri mis- sagnir, litaðar gyðinglegum hugmyndum, sem ekki hefðu átt neina stoð í huga Jesú, og að kenningamyndun kirkjunnar allt frá dög- um Páls postula væri mjög svo úrættis við höfund kristindómsins. Og það reyndist nálega óhjákvæmilegt að draga þá ályktun. eins og Wrede gerði, að Jesús hefði yfirleitt ekki litið á sig sem Messías eða Krist, hann hefði aðeins komið fram sem fræðari og fyrst eftir dauða sinn orðið Messías í ímyndun játenda sinna. Schweitzer þótti augljóst, að þetta gæti ekki staðizt. Hann segir: Ut frá þessu sjónarmiði verður myndun Nýja test. og frumkristnin yfirleitt óskiljanleg ráðgáta. Höfðu aðrir að sönnu bent á það og fært að því rök á undan honum, svo sem Jóhannes Weiss. En almennt mun talið, að Schweitzer hafi hér lagt þung lóð á meta- skálarnar og öðrum framar stuðlað að þeim straumhvörfum, sem orðið hafa í Nýju testamentisfræðum síðustu áratugi. Messíasar-vitundin er lykillinn að huga og lífssögu Jesú frá Nazaret, segir Schweitzer. Sé efast um að þau ummæli séu rétti- lega eftir honum höfð, sem lúta áð þeirri meðvitund hans, að hann sé hinn fyrirheitni Messías, þá verður afleiðingin sú, að vér get- um í raun og veru ekkert annað ráðið af heimildunum en það, að einhverntíma hafi verið til maður, sem hét Jesús. Allt öðru máli gegnir, ef horfst er hispurslaust í augu við þá staðreynd, að Jesús hafi í fullri alvöru talað mál samtíðar sinnar og sjálfur verið sannfærður um, að með sér væru þau aldahvörf runnin upp, sem forfeður hans og samtíðarmenn væntu. Þetta sjónarmið gerir heimildirnar, elztu guðspjöllin, Matteusar- og Markúsarguðspjöll, á allt annan hátt, skiljanleg og alla þróunarsögu frumkristninn- ar. Og þegar þau eru könnuð í þessu Ijósi, verður niðurstaðan sú,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.