Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 43
ALBERT SCHWEITZER
105
Á síðara hluta 19. aldar fær sú skoðun æ meira fylgi, að Jesús
hafi ekki vænst eða boðað yfirnáttúrlegt guðsríki, heldur lagt alla
áherzlu á siðgæðislegan þroska, sem leiða ætti til framfara í
góðleik, til vaxtar áleiðis til guðsríkis. Þroskuðustu ávextir þess-
arar túlkunar voru hækur þeirra Harnacks og Wrede, sem komu
út að heita samtímis, árið eftir aldamót. Af henni leiddi óhjá-
kvæmilega það tvennt, að mikill hluti guðspjallanna væri mis-
sagnir, litaðar gyðinglegum hugmyndum, sem ekki hefðu átt neina
stoð í huga Jesú, og að kenningamyndun kirkjunnar allt frá dög-
um Páls postula væri mjög svo úrættis við höfund kristindómsins.
Og það reyndist nálega óhjákvæmilegt að draga þá ályktun. eins
og Wrede gerði, að Jesús hefði yfirleitt ekki litið á sig sem
Messías eða Krist, hann hefði aðeins komið fram sem fræðari
og fyrst eftir dauða sinn orðið Messías í ímyndun játenda sinna.
Schweitzer þótti augljóst, að þetta gæti ekki staðizt. Hann segir:
Ut frá þessu sjónarmiði verður myndun Nýja test. og frumkristnin
yfirleitt óskiljanleg ráðgáta. Höfðu aðrir að sönnu bent á það
og fært að því rök á undan honum, svo sem Jóhannes Weiss. En
almennt mun talið, að Schweitzer hafi hér lagt þung lóð á meta-
skálarnar og öðrum framar stuðlað að þeim straumhvörfum, sem
orðið hafa í Nýju testamentisfræðum síðustu áratugi.
Messíasar-vitundin er lykillinn að huga og lífssögu Jesú frá
Nazaret, segir Schweitzer. Sé efast um að þau ummæli séu rétti-
lega eftir honum höfð, sem lúta áð þeirri meðvitund hans, að hann
sé hinn fyrirheitni Messías, þá verður afleiðingin sú, að vér get-
um í raun og veru ekkert annað ráðið af heimildunum en það, að
einhverntíma hafi verið til maður, sem hét Jesús. Allt öðru máli
gegnir, ef horfst er hispurslaust í augu við þá staðreynd, að Jesús
hafi í fullri alvöru talað mál samtíðar sinnar og sjálfur verið
sannfærður um, að með sér væru þau aldahvörf runnin upp, sem
forfeður hans og samtíðarmenn væntu. Þetta sjónarmið gerir
heimildirnar, elztu guðspjöllin, Matteusar- og Markúsarguðspjöll,
á allt annan hátt, skiljanleg og alla þróunarsögu frumkristninn-
ar. Og þegar þau eru könnuð í þessu Ijósi, verður niðurstaðan sú,