Víðförli - 01.12.1952, Page 17

Víðförli - 01.12.1952, Page 17
HEILÖG SKÍRN 79 því aðeins staðreynd, að hinn krossfesti er Guðs sonur og uppris- inn frá dauðum. Á skírnarstund Jesú opinberast hinn þríeini Guð. Guð opinberar sig sem föður um leið og hann opinberar soninn og sendir anda sinn yfir hann. í anda föðurins gengur Jesús síð- an til lífsstarfs síns. Á skírnarstundinni er gefið til vitundar, að fylling guðdómsins býr í honum (Kol. 2,9). Slíkur er sá, sem gengst undir fórnardauðann. I ummynduninni bjarmar fyrir dýrð hins upprisna Guðs sonar. Sú dýrð, andi heilagleikans, auglýsist með mætti Guðs (en dynamei) á páskadagsmorgun (Róm. 1,4). Þá er hann orðinn höfundur eilífs hjálpræðis (Hebr. 5,9) og undirstaðan þar með sköpuð undir tilveru og hlutverk kirkju hans í þessum heimi. Og þá flytur hann upprisinn postulum sínum þau fyrirmæli, að þeir skuli fara út á meðal þjóðanna, gjöra þær að lærisveinum með því að skjra og með því að kenna (Mt. 28,18). Og þá skírir hann með heilögum anda og eldi, eins og Jóhannes skírari hafði sagt, veitir kirkju sinni hlutdeild í þeim Anda, sem yfir hann kom á skírnarstundu hans og hann einn hafði átt fram að þessu. (Post. 2,3n). Þá fæðist kirkjan, þá hefst kristin skírn. (Post. 2,41). Það er þá, sem konungurinn Kristur kemur til ríkis. Það er á bakgrunni krossdauðans og upprisunnar, sem hann hefur sitt ó- tvíræða tilkall til allra manna og þjóða. Hann hefur þá hlotið nafnið, sem hverju nafni er æðra (Fil. 2,11), hann er Drottinn, Kyrios. Sem sigurvegarinn krossfesti og upprisni gerir hann það valdatilkall, sem í skírnarboðinu felst. Og það er hann sjálfur, sem í upprisumætti sínum fylgir kirkjunni, er í henni, gengur í henni í veg fyrir alla þá, sem hennar vitnisburður nær, til þess að gefa þeim ríkið (Lk. 12,32). Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar (Mt. 28,20). Og það er fyrst með hvítasunn- unni, sem þessar staðreyndir blasa við kirkjunni í fullri dýpt og vídd og hún verður tygjuð til þess að flytja þennan boðskap með mætti Guðs. Þér munuð öðlast kraft (dynamin, sbr. Róm. 1,4), er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mín- ir ... til yztu endimarka jarðarinnar. (Post. 1,8). Þar með er hafin hin nýja öld (ajón mellón), heimsöld Jesú

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.