Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 39
ALBERT SCHWEITZER
101
„En“, segir Schweitzer, „nú var mér það knýjandi innri þörf að pré-
dika. Mér fannst það svo dásamlegt að mega á hverjum sunnudegi
tala við söfnuð um mestu íhugunarefni tilverunnar.“ Samhliða
því sem Schweitzer bjó sig undir hæstu lærdómsgráður í guðfræði,
gegndi hann prestsstarfi sem aðstoðarprestur, annaðist aðallega
síðdegismessur og fermingarundirbúning. Auk þess hljóp hann oft
undir bagga með föður sínum, sem var sóknarprestur í litlum söfn-
uði í nágrenninu. I sjálfsævisögu sinni farast Schweitzer orð á
þessa leið: „Alltaf skrifaði ég ræður mínar, oft tvisvar eða jafn-
vel þrisvar áður en ég hreinritaði þær. En ég var ekki bundinn við
handritið, heldur varð ræðan oft öll önnur, þegar ég flutti hana.
Ræður mínar við síðdegismessurnar — sem ég leit nánast á sem
kyrrlátar helgistundir — voru oft svo stuttar, að einu sinni kvört-
uðu einhverjir yfir því við sóknarprestinn. Hann varð að kalla
mig til yfirheyrslu í þessu máli, en var reyndar sjálfur engu síður
feiminn en ég. Þegar hann spurði mig, hverju hann ætti að svara
þessum óánægðu safnaðarmönnum, bað ég hann að segja þeim,
að é£ væri aðeins lítilfjörlegur aðstoðarprestur og yrði að hætta
að tala, þegar ég hefði ekki meira að segja um texta dagsins. Með
það lét hann mig fara en veitti mér um leið væga áminningu um að
vera ekki skemur í stólnum en 20 mínútur.“
Þrisvar í viku bjó hann drengi undir fermingu. Hann kveðst
hafa gert sér far um að láta þessar stundir verða drengjunum til
óblandinnar gleði. Hann varði alltaf nokkrum hluta hverrar stund-
ar til þess að lesa fyrir þá ritningarorð og sálmavers og láta þá
hafa þetta yfir með sér, til þess að festa það í minni þeirra, svo
að þeir gætu haft það með sér sem veganesti út í lífið. „Ég setti
mér það takmark,“ segir hann, „að láta sannindi gleðiboðskapar-
ins snerta hjarta og hugsun fermingardrengjanna og hjálpa þeim
með því til trúar, svo að þeir gætu staðizt þær freistingar til van-
trúar, sem myndu verða á vegi þeirra. Ég reyndi einnig að vekja
þeim kærleika til kirkjunnar og þörfina fyrir að leita sálu sinni
hátíðarstunda við messugjörðina á hverjum sunnudegi. Ég kenndi
þeim að bera lotningu fyrir kenningum kirkjunnar en muna jafn-
framt orð Páls: Þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. Ég komst