Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 32
94
VÍÐFÖRLI
mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu heimskauti til annars ...
Og meðal þessara þjóða munt þú eigi megá búa í næði, og hvergi
mun vera hvíldarstaður fæti þínum, heldur mun Drottinn gefa þér
skjálfandi hjarta, þrotnandi augu og ráðþrota sál.“
Mjög víða í spádómsritum Gamlatestamentisins er þannig, mörg-
um öldum fyrir fram, brugðið upp bókstaflega réttri lýsingu á
ömurlegum örlögum þessarar útvöldu þjóðar. Því síður höfum vér
ástæðu til að efa margítrekaða spádóma um, að þeir muni aftur
leiddir verða þeim til lands feðra sinna. Enda bendir allt til þess
að slíkir spádómar séu nú í þann veginn að rætast.
Hvað kemur til að Gyðingar hafa ekki algerlega blandast öðr-
um þjóðum á umliðnum 19 öldum, sem þeir hafa verið í dreifingu?
Hafa þó miklu stærri og voldugri þjóðir horfið í þjóðahafið á
skemmri tíma. En frá 53 þjóðum skila Gyðingar sér nú heim ti)
lands feðra sinna.
Hvað kemur til að þeir hafa ekki fyrir löngu hlotið öruggan
samastað í einhverju öðru landi? Hvað eftir annað kom það til
tals, eins og t.d. í Argentinu, Uganda, Abessiniu, Madagaskar og
víðar. Bendir það ekki til þess að þeim sé annað hlutskipti ætlað?
Og vegna hvers varð engin önnur þjóð til þess að festa sér
Palestinu fyrir fullt og allt, eftir að Gyðingar voru hraktir það-
an? Dr. Björn Þórðarson drepur á það og segir: „Það er reyndar
einkennilegt, að engin þjóð hefur til þessa dags megnað að setja
óafmáanlegt fangamark sitt á þetta land, riema smá þjóð, sem
skolað hafði þarna á land einhvern tíma í grárri forneskju, þjóð
sem beið lægri hlut fyrir ágengni annarra . ..“
Hvað kemur til að verið hefur, ef svo mætti segja, húsbóndalaust
allt til þessa í einu frjósamasta landi veraldarinnar og að það
hefur legið í auðn að heita má, af því að mannshandarinnar naut
þar ekki við? Palestina er þó öðrum löndum fremur í þjóðbraut,
á krossgötum þriggja heimsálfa.
Hvers vegna urðu engir til að hagnýta sér steinsölt Dauðahafs-
ins, eina hinna miklu gullnáma veraldarinnar?
Þannig mætti lengi spyrja og gefst þó ekki nema eitt svar:
Gytiingar eiga enn hlutverki a& gegna sem sjálfstœfi þjófi í þvl