Víðförli - 01.12.1952, Side 3

Víðförli - 01.12.1952, Side 3
Væri það satt A jóladag. „Væri það satt allt, sem sagt er og sungið á jólunum, þá væri öðruvísi að lifa, þá væri heimurinn góður.“ Þetta sagði miðaldramaður, beiskur nokkuð, tortrygginn á lífið. Orðin áttu að skiljast á þá lund, að úr því að heimurinn er eins og hann er, þá sýndi það sig, hversu hæpin sú kenning væri, sem jólin flytja. En í þessum orðum bjó meira, hvort sem manninum var það ljóst þá stundina eða ekki. Þau birtu þá ósk, þá þrá, að þetta, sem hann taldi sig efast um, væri samt satt. Vér erum komin í kirkju á jóladagsmorgun. Vér eigum nóttina helgu að baki. Öll borgin hefur ómað af helgum og hugljúfum ljóðum, kunnustu og kærustu hendingunum, sem vér eigum á íslenzku máli, nálega hvert mannsbarn hefur látið hrífast með að einhverju leyti, hátt eða í hljóði tekið undir orðin og látið lyftast á vængjum hinna tæru tóna upp fyrir allt skammdegi. Margt foreldri, móðir og faðir, hefur með eftirvæntingu og gleði horft á varir barnsins, sem er að byrja að ráða við að segja fram þessi háleitu, dularfullu orð um lífsins sól, sem ljómar í myrkrum, um frelsun mannanna, frelsisins lind, Guðssoninn, sem signuð mær ól til þess að vera frumglæðir Ijóssins handa vegvilltu mannkyni í myrkri. Er þetta satt? Eru söngvarnir, sem vér leggjum á varir barn- anna og gleðjumst yfir að þau tileinki sér, sálmar jólanna, sem vekja barnið í oss sjálfum og vér vildum ekki missa, eru þeir sannir, er efni þeirra og innihald sannleikur? Ef gengið væri beint framan að hverjum og einum og úrskurð-

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.