Víðförli - 01.12.1952, Side 16
78
VÍÐFÖRLI
í huga hans afdrif hins líðandi Guðs þjóns, sem kjörinn er til
þess hlutskiptis að fórnfæra sér í annarra stað.
Guðspjöllin herma öðru sinni sömu orðin af himni og hljóm-
uðu á skírnarstundinni. Það er í sambandi við ummyndunina
(Mk. 9). Það er ekki tilviljun, að í beinu framhaldi þess atburð-
ar fer Jesús að leiða lærisveinum sínum fyrir sjónir, að sér beri
að fara til Jerúsalem og líða. I hvorugt skiptið er vafa bundið,
hvaða erindi hin himneska rödd á við hann.
Jóhannesarguðspjall áréttar eftirminnilega vitnisburð hinna
guðspjallanna um þetta, þar sem það eitt greinir orð Jóhannesar
skírara um Jesúm, þegar hann sér hann koma: Sjá, guðs-lambið,
er ber synd heimsins (Jh. 1,29, sbr. síðustu orðin í Jes. 53: Hann,
sem bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum).
Frá Jórdan liggur leiðin til Golgata. Þar fullnast það verk,
sem hann er vígður til með skírn sinni. Þar lýkst upp merking
þeirrar skírnar, sem hann gekkst undir.
II.
Það er auðsætt, að dýpsta merking þeirrar skírnar, sem höfð
er um hönd í kirkju Krists, hlýtur fyrst og fremst að vera fólgin
í sömu staðreynd, í krossdauðanum. Og það kemur þá líka í liós,
að Nýja testamentið er einhuga um það. Allir vér, sem skírðir
erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans (R. 6,3). Skírn-
in er persónuleg tileinkun krossdauðans. Dauði Jesú á krossi var
fórn fyrir mannkynið, lausnargjald fyrir marga (Mk 10,45).
Skírnin er yfirlýsing hins krossfesta við hinn einstaka mann:
Þessi fórn var færð fyrir þig, þetta lausnargjald var goldið fyrir
þig. Með krossins fórn hef ég áunnið þig mér til eignar, til þess
að þú sért minn. Nú lýk ég upp fyrir þér þeim föðurhimni, sem
opnaðist yfir mér á skírnarstundu minni, þeirri Paradís, sem ég
lauk upp fyrir ræningjanum í dauðastríði hans, því ríki dýrðar-
innar, sem ég með minni pínu og dauða vildi vinna til handa
hverju barni þessa vegvillta, sakfallna mannkyns.
En þetta gildi krossdauðans og skírnarinnar út frá honum er