Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 14
SIGURBJÖRN EINARSSON:
HEILÖG SKÍRN
i.
Vér erum í huganum staddir við Jórdan. Jóhannes skírári er
þar fyrir, spámaðurinn, er skyldi ganga fyrir Drottni, til að greiða
vegu hans (Lk. 1,7)), undirbúa komu Guðs sonar, búa honum al-
tygjaðan lýð (Lk. 1,17), Hann hefur samkvæmt þessu ætlunar-
verki sínu flutt yfirbótarboðskap og skírt iðrunarskírn. Hann
hefur vakið eftirvæntingu hjá lýðnum (Lk. 3,15) og margir hafa
gengist undir skírn hans. Það var játning frá þeirra hálfu: Þeir
vildu vera viðbúnir, þegar Messías kæmi og ganga honum á hönd.
Jóhannes hefur og boðað, að Guðs Smurði muni skíra: Ég
skíri yður að vísu með vatni, en sá kemur, sem mér er máttkari
og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans, hann mun skíra
yður með heilögum anda og eldi (Lk. 3,16). Skírn hins komandi
konungs verður sem sé ekki athöfn til undirbúnings undir við-
töku Guðsríkis, hún verður gjöf Guðsríkis.
Þá kemur Jesús frá Galileu til Jórdanar. Jóhannesi kemur á
óvart, með hverjum hætti hann kemur og hvert erindi hans er:
Jesús óskar eftir að þiggja skírn af Jóhannesi. Jóhannes segir
undrandi: Þú kemur til mín, og þó er það ég, sem þarfnast þinnar
skírnar, en þú ekki minnar (Mt. 3,13n). Nú þegar þú ert kom-
inn, er minn tími á enda, mínu hlutverki lokið, nú hefst tím-
inn, sem ég hef þráð og spáð um, þín heilags anda, þín eldlega
hjálpræðisskírn.
En Jesús svarar: Gjör þú eins og ég bið, því að það er Guðs