Víðförli - 01.12.1952, Side 41
ALBERT SCHWEITZER
103
honum opnast ný útsýn og upp frá því var hann ráðinn í að taka
niðurstöður samtímaguðfræðinnar um ævisögu og kenningu Jesú
til nýrrar yfirvegunar og rækilegrar endurskoðunar.
Um aldamótin síðustu mátti það heita almennt samþykkt guð-
fræðikenning, sem kennari Sehweitzers, Holtzmann, hafði manna
meít aflað fylgis, að upprunalegasta heimildin um Jesúm frá
Nazaret væri Markúsarguðspjall, eða kjarninn í því. Nú veitti
Schweitzer athygli mikilsverðum köflum í Mattheusarguðspjalli,
sem hafa að geyma efni, sem ekki er hjá Markúsi, og Schweitzer
sá, að þetta efni er þess eðlis, að sú skýring Holtzmanns gat ekki
staðizt, að hér væri um að ræða síðari tíma safnaðarviðbætur.
Þetta lauk upp augum Schweitzers fyrir því, að hinir ágætu
guðfræðingar aldamótanna höfðu gagnrýnt og túlkað Nýja testa-
mentið út frá hugmyndum sinnar samtíðar miklu fremur en að
ganga út frá samtíð Jesú og trúarhugmyndum hennar. Hann sá,
að til þess að átta sig á Jesú og komast á nokkurnveginn trygg-
an, sögulegan grundvöll í túlkun á sjálfsmati hans, boðun og
lífsstefnu, var einsætt að ganga út frá ríkjandi trúarskoðunum
í samtíð hans, fremur en að byggja á huglægum tilfinningum núr
tímamanna og skoðunum þeirra á því, hvernig Jesús hefði átt
að hugsa og vera. Það má segja, að þetta sé brennidepillinn í
ví?indalegu viðhorfi Schweitzers og að þetta grundvallarsjónar-
mið feli í sér afrek lians á sviði guðfræðinnar, miðað við fræði-
legar aðstæður aldamótanna og fyrstu áratuga þessarar aldar.
öll háskólaár sín vann Schweitzer að sjálfstæðum rannsóknum
á guðspjöllunum. Fyrsti árangur þeirra rannsókna var bók um
kvöldmáltíðina.1) Hann taldi þá þegar, að skírnar- og kvöldmál-
tíðarathafnirnar væru miklu þýðingarmeiri atriði þegar um væri
að ræða að átta sig á sambandi Jesú og frumsafnaðarins, en fræði-
menn hefðu urn langan aldur gert sér grein fyrir. (Þetta er ein
þeirra skoðana Schweitzers, sem áframhaldandi rannsóknir hafa
staðfest). Hann tekur í þessari bók til ýtarlegrar athugunar nið-
1) Das Abendmahlsprcblem auf Grund der wissenschaftlichen Forschung
des 19. Jahrhunderts und der historischen Berichte, Tiibingen 1901.