Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 26

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 26
88 VÍÐFÖRLI I skírninni gengur Guð í veg fyrir manninn, gefur honum inn- sigli náðar sinnar, pant óforgengilegrar arfleifðar. Svar manns- ins er trú hans á þennan Guð. Hver sem afstaða mannsins hefur þar til verið, hvort sem hann lætur skírast að eigin ósk á vöxnum aldri eða meðtekur skírn sem barn að ósk og bæn ástvina sinna, þá er þetta grundvallaratriði hið sama. Hin postullegu rit Nýja testamentisins eru öll stíluð til skírðra manna. Yfirleitt voru þeir menn, sem ávarpaðir eru, skírðir full- orðnir. En skýrskotun postulanna til skírnarinnar og útlegging þeirra út af henni á í öllum atriðum engu síður við þá, sem þeg- ið hafa skírn á óvitaaldri. Þeir benda á þá óverðskulduðu náð, sem tileinkuð hefur verið í skírninni og brýna fyrir að taka af- leiðingunum af því, sem þeir hafa þegið. Hin hlutlæga staðreynd skírnarinnar á í trúnni að verða huglægur innri veruleiki, per- sónulega tileinkaður, vitandi þeginn. Þeir eiga vitandi vits að verða það, sem þeir sakir Guðs miskunnar eru þegar orðnir, — Ieysingjar Krists, frjálsir þegnar hans, Guðs börn. Þannig ræða postularnir við skírða viðtakendur rita sinna. Þú ert konungs- barn. Áttu að hegða þér eins og þræll? Þú ert borgari Guðsríkis. Kemur það fram? Þú heitir kristinn. Ertu það? „Kristnir hafa af Kristó nafn fengið og væri vel, að svo sem þeir eru nafnsins, svo væru þeir og heilagleikans,“ segir meistari Jón, í góðu sam- ræmi við postullega prédikun, svo sem vænta má. Skírnþeginn fæðist á skírnarstundinni inn í nýja veröld. En sú veröld á síðan að ljúkast upp fyrir honum, gagntaka hann. Það gerist í samfélagi kirkjunnar, í vitandi tileinkun, í trú, í kristinni breytni. 1 1. Kor. 6. talar Páll um lesti hins „gamla“ manns, ýmislegt það, sem „maður syndarinnar“ hefur í frammi. En þér létuð þvost, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs (v. 11). Vitið þér ekki, að líkamir yðar eru limir Krists? (v. 15). Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda í yður, sem þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin, því að þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð í líkama yðar (v. 19—20).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.