Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 36
98
VÍÐFÖRLI
margþætt starf kristniboðanna hefur borið. Samkvæmt skýrslum
fyrir árið 1944 voru kristnir menn í Palestinu alls um 140 þús.
en af þeim voru 40 þúsund grísk- kaþólskir.
6.
Fall Gyðinga sökum þess að þeir höfnuðu Kristi, hefur engan
tekið sárar en Pál postula, eins og lýsir sér bezt í upphafi 9. kapi-
tula Rómverjabréfsins. En þar segir: „Ég tala sannleika í Kristi,
ég lýg ekki ... að ég hef hryggð mikla og sífellda kvöl í hjarta
mínu. Því að þess mundi ég óska að mér væri sjálfum útskúfað frá
Kristi til heilla fyrir bræður mína, ættmenn mína að holdinu, en
það eru ísraelsmenn.“
Páli er hinsvegar ljóst að Guð hefur ekki með öllu útskúfað ísra-
elsmönnum. Leifar eru eftir orðnar. Sjálfur er hann eitt dæmi
þess. Uppi hafa verið á öllum öldum síðan fleiri eða færri Gyð-
ingkristnir menn. Páll segir ennfremur að sökum falls þeirra hafi
kristindómurinn borist til heiðingjanna og bætir síðan við þessu:
„En ef fall þeirra er heiminum auður og tjón þeirra heiðingjum
auður, hve miklu fremur þá ef þeir koma með tölu.“
Von sína um að ísrael sjái að sér, byggir Páll óefað á spádóm-
um Gamla testamentisins, sem gefa ótvírætt í skyn, að á sínum tíma
muni fara saman þjóðleg og andleg endurreisn ísraels öllu mann-
kyni til hinnar mestu blessunar.
En eru nú nokkrar líkur til að svo muni verða?
Það er þegar staðreynd að Gyðingar hafa að nokkru endur-
heimt land sitt og sjálfstæði. Margt bendir til þess, eins og ég hef
þegar drepið á, að samfara því verði stórfelld breyting andlegs
viðhorfs þeirra.
Gyðingar voru í upphafi brautryðjendur kristniboðs meðal
margra þjóða. Vestevrópskar þjóðir af latneskum uppruna tóku
við af Gyðingum og héldu áfram kristniboði um nokkurra alda
skeið. Frá upphafi 19. aldar, kristniboðsaldarinnar miklu, og allt
til þessa, hafa engilsaxneskar og germanskar þjóðir haft forustu
um kristniboðsframkvæmdir. Nú þykir margt benda til þess að