Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 29
ÓLAFUR ÓLAFSSON kristniboSi:
Örlög ísraels frá kristnu sjónarmiði
1.
Tólf ára gömul telpa á heimili einu í Suður-Svíþjóð las um of-
sóknir og þjáningar, sem Gyðingar höfðu orðið að þola, — las og
táraðist. Svo tók hana það sárt að þjóð Jesú Krists og postula
hans hafði öldum saman verið fjarri landi sínu, á sífelldum hrakn-
ingi og hvergi átt öruggan samastað, að hún fékk ekki tára bundizt.
Og hún hét því þá, að hún skyldi reyna að gera eitthvað fyrir
Gyðinga þegar hún yrði stór.
Fimmtán árum síðar, nánar tiltekið vorið 1948, þrem vikum
áður en yfirlýsing Gyðinga um stofnun hins nýja Israelsríkis í
Palestínu var birt í heimsfréttum, barst til Svíþjóðar sú frétt að
sænsk kona, Hilda Andersson að nafni, hefði orðið fyrir skoti á
leið sinni frá Jerúsalem til heimilis síns á Olíufjallinu.
Um það leyti er við vorum fyrra skiftið í Kína, var Hilda And-
ersson þar hjúkrunarkona á amerísku kristniboðs-sjúkrahúsi. Hún
þoldi illa loftslagið og ráðlögðu læknar henni að fara úr landi.
Hún var viljaföst með afbrigðum en átti ekki í það skifti erfitt
með að breyta um áætlun. Henni var þetta vísbending um að æsku-
draumur hennar átti að rætast.
Hún fór skömmu síðar til Palestínu. Árið 1927 var hún búin
að koma sér upp húsi á Olíufjallinu. Grýttri lóð breytti hún á
fáum árum í skrúðgarð með 400 trjám. „Við, sem byggjum þetta
land,‘u skrifaði hún, „höfum ákveðið að rækta það og fegra. Sá,
sem hefur nóg vatn og þó einkum gnægð kærleika, getur breytt
hrjóstrum þessa lands í Paradís."
Rektor brezka háskólans á Olíufjallinu, prófessor Hugo Berg-