Víðförli - 01.12.1952, Síða 29

Víðförli - 01.12.1952, Síða 29
ÓLAFUR ÓLAFSSON kristniboSi: Örlög ísraels frá kristnu sjónarmiði 1. Tólf ára gömul telpa á heimili einu í Suður-Svíþjóð las um of- sóknir og þjáningar, sem Gyðingar höfðu orðið að þola, — las og táraðist. Svo tók hana það sárt að þjóð Jesú Krists og postula hans hafði öldum saman verið fjarri landi sínu, á sífelldum hrakn- ingi og hvergi átt öruggan samastað, að hún fékk ekki tára bundizt. Og hún hét því þá, að hún skyldi reyna að gera eitthvað fyrir Gyðinga þegar hún yrði stór. Fimmtán árum síðar, nánar tiltekið vorið 1948, þrem vikum áður en yfirlýsing Gyðinga um stofnun hins nýja Israelsríkis í Palestínu var birt í heimsfréttum, barst til Svíþjóðar sú frétt að sænsk kona, Hilda Andersson að nafni, hefði orðið fyrir skoti á leið sinni frá Jerúsalem til heimilis síns á Olíufjallinu. Um það leyti er við vorum fyrra skiftið í Kína, var Hilda And- ersson þar hjúkrunarkona á amerísku kristniboðs-sjúkrahúsi. Hún þoldi illa loftslagið og ráðlögðu læknar henni að fara úr landi. Hún var viljaföst með afbrigðum en átti ekki í það skifti erfitt með að breyta um áætlun. Henni var þetta vísbending um að æsku- draumur hennar átti að rætast. Hún fór skömmu síðar til Palestínu. Árið 1927 var hún búin að koma sér upp húsi á Olíufjallinu. Grýttri lóð breytti hún á fáum árum í skrúðgarð með 400 trjám. „Við, sem byggjum þetta land,‘u skrifaði hún, „höfum ákveðið að rækta það og fegra. Sá, sem hefur nóg vatn og þó einkum gnægð kærleika, getur breytt hrjóstrum þessa lands í Paradís." Rektor brezka háskólans á Olíufjallinu, prófessor Hugo Berg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.