Víðförli - 01.12.1952, Side 68

Víðförli - 01.12.1952, Side 68
130 VÍÐFÖRLI Þetta er skoðun Jesú á lögmálinu. Skýrast blasir hún við í öll- um strangleik sínum og hreinleik í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann (Lúk. 10, 25—37). Að sögn Lúkasar var þessi dæmi- saga einmitt sögð í samtali um lögmálið. Lögvitringur nokkur stóð upp, freistaði Jesú og mælti: „Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að eignast eilíft líf?“ Þessi spurning er einmitt um það, hvers lögmálið krefst. Því svarar Jesús: „Hvað er skrifað í lög- málinu? Hvernig les þú?“ Þetta er hættuleg spurning. Svarið leið- ir ljós áfstöðu aðspurðs til Guðs lögmáls. Nú gerist hið óvænta, að hann svarar rétt: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og af öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Betur varð ekki svarað, kærleiksboðorðið er hér talið það boðorð, sem öll önnur byggist á. Því svarar og Jesús umsvifalaust: „Þú svaraðir rétt, gjör þú þetta og þá muntu lifa.“ Lögvitringurinn er nú í vanda. Hann sér, að ef hann ætti að lifa samkvæmt svari sínu, yrði afstaða haiis til lögmálsins allt önnur en hinna skriftlærðu. Hann hefur þá ekki lengur lögmálið í hendi sinni. Lögmálið hef- uf tökin á honum og þá er ekki víst, að hann komizt með góðri sanjvizku frá skiptunum. Þegar hann tekur eftir hættunni, sem felst í hinum nýja skilningi á lögmálinu, reynir hann að sleppa á ný með því að varpa fram hinni kænlegu spurningu:: „Hver er þá náungi minn?“ Hann grunar ekki, að einmitt með þessari spurningu er hann genginn í gildru. Því það er eðli þess kær- leika, sem boðorðið krefst af honum, að vita alltaf, hver náunginn eir.' Viti hann það ekki, og það alveg fyrir víst, þá er hann alls ekki sá kærleikur, sem boðorðið krefst. Þetta er efni dæmisög- unnar, sem Jesús svarar með. Vér sjáum fyrir oss 3 menn, sem allir lenda í sömu sporum, leið þeirra allra liggur hjá manninum, sem hafði fallið í hendur ræningja og var að bana kominn. En þeim ferst næsta ólíkt. Og það stafar af því, að afstaða þeírra til Guðs lögmáls er gjörólík. Tveir hinir fyrstu, presturinn og levítinn, skoða lögmálið sem safn einstakra boða. Þeir höfðu verið í Jerúsalem að inna af hendi þjónustu sína í musterinu. Fyrir þá gilti þar boðorðið um að

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.